Rússar sem búsettir eru á Íslandi ætla næsta laugardag að mótmæla mannréttindabrotum og brotum á tjáningarfrelsi í Rússlandi við rússneska sendiráðið á Túngötu 24 í Reykjavík.
Efnt er til mótmælanna í kjölfar handtöku og fangelsisdóms Alexey Navalny, pyntinga lögreglu á almenningi í Rússlandi sem tóku þátt í mótmælum í kjölfar handtökunnar og varðhalds fjölda blaðamanna bæði fyrir og eftir mótmælin.
Mótmælin eru partur af stærri hreyfingu brottfluttra Rússa um allan heim. Á sama tíma verður mótmælt víða annars staðar í heiminum svosem í Prag, Varsjá, París, Dresden, Barcelona, Brussel, New York, Dusseldorf, Hanover, Kraká, Seoul, Ottawa, Boston, Sacramento, San Francisco, Seattle, Milan, Munich, Miami, Alicante, Freiburg, Madrid og Oslo.
Þar verður tafarlausrar lausnar Navalny krafist, auk annarra pólitískra fanga og blaðamanna. Þar verður þess einnig krafist að ofbeldi lögreglunnar verði rannsakað og þess krafist að minnisblað hópsins, 5 skref, verði innleitt af evrópskum yfirvöldum.
Meðal þeirra sem munu tala á mótmælunum í Reykjavík um helgina eru Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands.