Rússar sem bú­settir eru á Ís­landi ætla næsta laugar­dag að mót­mæla mann­réttinda­brotum og brotum á tjáningar­frelsi í Rúss­landi við rúss­neska sendi­ráðið á Tún­götu 24 í Reykja­vík.

Efnt er til mót­mælanna í kjöl­far hand­töku og fangelsis­dóms Alexey Naval­ny, pyntinga lög­reglu á al­menningi í Rúss­landi sem tóku þátt í mót­mælum í kjöl­far hand­tökunnar og varð­halds fjölda blaða­manna bæði fyrir og eftir mót­mælin.

Mót­mælin eru partur af stærri hreyfingu brott­fluttra Rússa um allan heim. Á sama tíma verður mót­mælt víða annars staðar í heiminum svo­sem í Prag, Var­sjá, París, Dresden, Barcelona, Brussel, New York, Dus­seldorf, Hanover, Kraká, Seoul, Ottawa, Boston, Sacra­mento, San Francisco, Seatt­le, Milan, Munich, Miami, Ali­cante, Frei­burg, Madrid og Oslo.

Þar verður tafar­lausrar lausnar Naval­ny krafist, auk annarra pólitískra fanga og blaða­manna. Þar verður þess einnig krafist að of­beldi lög­reglunnar verði rann­sakað og þess krafist að minnis­blað hópsins, 5 skref, verði innleitt af evrópskum yfir­völdum.

Meðal þeirra sem munu tala á mót­mælunum í Reykja­vík um helgina eru Jón Ólafs­son prófessor við Há­skóla Ís­lands og sér­fræðingur í mál­efnum Rúss­lands.