„Það er reglan en ekki undan­tekningin að mæður sem greina frá á­hyggjum sínum af of­beldi í for­sjár- og um­gengnis­málum séu ekki teknar trúan­lega,“ segir Sig­rún Sif Jóels­dóttir, tals­maður Líf án of­beldis, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hreyfingunni Líf án of­beldis var hrundið af stað vegna endur­tekinna úr­skurða í um­gengis­málum þar sem börn eru skikkuð í um­gengni við ger­endur sína, barna­níðinga og of­beldis­menn að sögn Sig­rúnar.

Mæður gjaldfelldar af yfirvöldum

Hún bendir á að á­hyggjur mæðra af of­beldis­hættu séu oft notaðar gegn þeim í á­kvörðunum stjórn­valda, þrátt fyrir að fyrir­liggjandi gögn sýni fram á of­beldi gegn þeim og börnunum hafi átt sér stað. „Sýslu­menn og dóms­mála­ráðu­neyti fella á­fellis­dóma yfir mæðrum og þær eru úr­skurðaðar til að vera já­kvæðar í garð föður heima hjá sér.“ Um fá­sinnu sé að ræða. „Mæðrum sem greina frá of­beldi er gert ó­kleift að vernda börn sín.“

Á al­þjóð­lega degi Sam­einuðuð þjóðanna gegn of­beldi, þann 2. októ­ber, á­kvað hreyfingin því að hefja undir­skrifta­söfnun til að mót­mæla úr­skurðum sem ynnu gegn öryggi barna. Sam­tökin krefjast þess að dóms­mála­ráð­herra axli á­byrgð og tryggi vernd barna þegar kemur að réttar­á­kvörðunum í lífi þeirra.

Heimilisofbeldi gegn konum og börnum er oft falið.
Fréttablaðið/Getty

Setja sig upp á móti málstaðnum

Að­spurð segir Sig­rún nú þegar ein­hverja hafa gert at­huga­semd við að kröfur sam­takanna beinist ein­göngu að úr­bótum í málum þar sem feður eru ger­endur. „Við þetta fólk hef ég að segja að börn sem öll eru þol­endur of­beldis af hálfu föður eiga skilið rétt­láta máls­með­ferð jafn­vel þó að „konur beiti líka of­beldi.“ Þá sé ó­skiljan­legt að fólk sjái sér ekki fært að styðja mál­efnið af þessari á­stæðu.

„Börn sem þolað hafa heimilis­of­beldi eða kyn­ferðis­of­beldi eiga ekki að gjalda þess í um­gengis- og for­sjár­málum að gerandinn sé faðir þeirra.“ Sig­rún í­trekar að kyn­bundið of­beldi sé bein­línis byggt inn í réttar­hugsun og á­kvarðanir yfir­valda þar sem mæður sem greina frá of­beldi séu gjald­felldar sið­ferðis­lega fyrir að bera upp á­sakanir á hendur föður.

„Svona eimir enn eftir af feðra­réttar­hugsun og eignar­réttar­hugsun um börn í ís­lenskri laga­fram­kvæmd. Það er meðal annars sú hugsun sem þarf að breytast til að öllum börnum sé tryggð vernd gegn of­beldi í sifja­málum.“

Stjórn­völd sitja að­gerðar­laus

Hún segir engar ráð­stafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórn­valda eða ráð­herra mála­flokksins til að tryggja öryggi barna í of­beldis­hættu við inn­grip dóms- og fram­kvæmdar­valdsins. Sig­rún tekur einnig fram að í Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna komi fram að börn eigi rétt til verndar frá hvers­kyns of­beldi og að stjórn­völd ættu að vinna í sam­ræmi við það.

„Það er ó­verjandi hátta­lag fram­kvæmdar- og dóms­valdsins að þvinga barn með ó­rétt­mætum úr­skurðum, dag­sektum eða öðrum laga­tækni­legum að­ferðum inn í að­stæður þar sem það er beitt hvers­kyns of­beldi,“ segir Sig­rún.

Hundruð barna búa á of­beldis­heimilum

Þá bendir hún á að gróf­leg á­ætlun sýni fram á að um 252 um­gengnis­mál á ári ljúki ekki með sátt hjá sýslu­manni. „Til saman­burðar má benda á að að sam­kvæmt svörum kvenna sem leituðu til Kvenna­at­hvarfs á árinu 2018 voru um 273 börn sem bjuggu á of­beldis­heimilum.“ Sú tala sé aug­ljós­lega allt of há.

Sig­rún hvetur fólk til að skrifa undir raf­ræna undir­skriftalistann og leggja hreyfingunni lið. „Of­beldi á börnum á aldrei að líðast og það er skylda stjórn­valda að grípa til allra nauð­syn­legra að­gerða til að vernda börn frá of­beldi.“