Flóttafólk og stuðningsfólk þeirra standa nú fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu og halda þar mótmælum sínum áfram. Þrjú þeirra voru handtekin fyrir framan Alþingi fyrr í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni var greint frá því að þremenningarnir hafi verið handtekin eftir að þau hlýddu ítrekað ekki tilmælum lögreglunnar um að hætta að hindra aðgengi að Alþingishúsinu.

Ekki fengust nánari upplýsingar hjá lögreglu um fólkið sem var handtekið eða hvenær ætti að sleppa þeim úr haldi.   

Markmið að minna þingmenn á kröfur flóttafólks

Stuttu áður en þingfundur hófst klukkan hálf tvö í dag raðaði hópur mótmælenda sér framan fyrir framan innganga Alþingishússins. Að sögn tveggja úr hópi mótmælenda var markmiðið að minna þingmenn á mótmæli flóttafólks, sem stóðu yfir við Alþingi í tæpa viku, og kröfu mótmælenda um samræðu við stjórnvöld.

Sjá einnig: Þrjú handtekin á mótmælum við Alþingi