Fjöldi fé­laga­sam­taka hafa boðað til mót­mæla­fundar á morgun á Austur­velli þar sem komu vara­for­seta Banda­ríkjanna, Mike Pence, til Ís­lands, verður mót­mælt. Mót­mælin hafa þau titlað „Partý gegn Pence: : stöndum með friði, frelsi og grænni fram­tíð“.

Í til­kynningu frá sam­tökunum sem standa að mót­mælunum kemur fram að bæði stefna og fram­koma vara­for­setans og ríkis­stjórnar hans sé í and­stöðu við skoðanir og gildi fjöl­margra Ís­lendinga. Af því til­efni hafi þau tekið sig saman og boðað til úti­fundar á morgun, mið­viku­dag, klukkan 17.30.

Fundurinn er hugsaður sem vett­vangur fyrir fólk úr öllum áttum til að tjá af­stöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar í friðar- og af­vopnunar­málum, kven­frelsis­málum, mál­efnum hin­segin fólks, á sviði um­hverfis­verndar og fram­komu við flótta­fólk. Fé­laga­sam­tökin sem að fundinum standa vinna ein­mitt að þessum mála­flokkum.

Flutt verða fjögur stutt á­vörp á fundinum. Ræðu­menn verða Gutt­ormur Þor­steins­son for­maður Sam­taka hernaðar­and­stæðinga, María Helga Guð­munds­dóttir fyrr­verandi for­maður Sam­takanna 78, Hildur Knúts­dóttir rit­höfundur og um­hverfis­verndar­sinni og Randi Stebbins mann­réttinda­lög­fræðingur. Þá verður einnig boðið upp á tón­listar­at­riði.

Sam­tökin hvetja al­menning til að mæta á Austur­völl til að láta skoðun sína í ljós.

Pence kemur til landsins í dag og fundar með utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands, Guð­laugi Þór Þórðar­syni. Hann fram­lengdi dvöl sína á Ís­landi svo hann gæti hitt for­sætis­ráð­herra, Katrínu Jakobs­dóttur, en hún er stödd á fundi í Sví­þjóð á árs­þingi Nor­rænu verka­lýðs­hreyfingarinnar. Þau munu funda í húsi Land­helgis­gæslunnar á Kefla­víkur­flug­velli.

Nánari upplýsingar um útifundinn er að finna hér á Facebook.