Mót­mælendur standa nú fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn og mót­mæla fyrir­hugaðri brott­vísun egypsku Kehdr fjöl­skyldunnar. Um tuttugu manns eru á svæðinu og fylgist lög­reglan með inn­gangnum en mótmælin hófust klukkan 10:00.

„Mæt­um og lát­um ráð­herra (þá sér­­stak­­lega Ás­laugu Örnu) vita að Kehdr fjöl­­skyld­an, þau Rewida, Abdalla, Hamza, Mu­­stafa og for­eldr­ar þeirra Dooa og Obra­him eiga heima á Ís­landi – landið þar sem þau hafa fundið ör­yggi sam­an – enda hafa þau verið hér í meira en 2 ár. Ás­laug Arna vill breyta val­frjálsu dyfl­inn­ar­­reglu­­gerðinni til að brott­vísa fjöl­­skyld­unni þó svo að fjöl­­skyld­an sé í hættu í Egypta­landi,“ segir í lýsingu á mót­mælunum.

Það eru sam­tökin No Bor­ders Iceland sem standa fyrir mót­mælunum.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari