Full­trúa­ráð Sam­eykis stéttar­fé­lags mót­mælir harð­lega einka­væðinga­stefna ríkis­stjórnarinnar í heil­brigðis­kerfinu og skorar á stjórn­völd til þess að snúa sér af þessari leið. Sömuleiðis mótmælir fulltrúaráðið áætlunum um einkavæðingu Strætó.

Þetta kemur fram í til­kynning full­trúa­ráðs Sam­eykis, í kjöl­far þess að Runólfur Páls­son, for­stjóri Land­spítala og Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri með­ferðar­svið spítalans, hafi í dag til­kynnt starfs­fólki Vífils­staða að samið hefði verið um yfir­töku Heilsu­verndar, einka­rekins fy­ri­tækis í heil­brigðis­þjónustu, á rekstri Vífils­staða. Ekki er langt síðan Heilsu­vernd tók fyrir rekstri dvalar­heimilisins Hlíð á Akur­eyri.

„Ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur hafði sagt að heil­brigðis­stofnunin á Vífils­stöðum yrði ekki einka­vædd. Full­trúa­ráð Sam­eykis gagn­rýnir harð­lega ríkis­stjórnina að ganga á bak orða sinna og næra stefnu frjáls­hyggjunnar sem birtist í að fjár­svelta heil­brigðis­stofnanir. Mark­mið ríkis­stjórnarinnar er klárt; að einka­væða opin­berar stofnanir með ó­fyrir­sjáan­legum af­leiðingum fyrir skjól­stæðinga stofnananna og starfs­fólk þeirra,“ segir í til­kynningunni.

Full­trúa­ráðið mót­mælir svelti­stefnu ríkis­stjórnarinnar, sem er ætluð til þess að opna fyrir einka­væðingu grunn­stoða vel­ferðar­sam­fé­lagsins.

„Mikill meiri­hluti lands­manna vill að heil­brigðis­þjónustan sé al­farið í opin­berum rekstri og hafnar aukinni einka­væðingu. Aukin einka­væðing mun einungis skila dýrari þjónustu fyrir allan al­menning, sem hafður verður að fé­þúfu fyrir arð­semis­freka einka­aðila.“

Þá skorar full­trúa­ráðið á stjórn­völd til þess að efla heil­brigðis­kerfið og snúa sér af leið einka­væðingunnar.

„Full­trúa­ráðið krefst þess að ís­lenskt heil­brigðis­kerfi sé að­gengi­legt öllum án til­lits til greiðslu­getu eða efna­hags, enda ber að fjár­magna heil­brigðis­kerfið úr sam­eigin­legum sjóðum allra lands­manna. Undir­fjár­mögnun heil­brigðis­kerfisins er stað­reynd, enda út­gjöld til mála­flokksins hlut­falls­lega lægst á Ís­landi af öllum Norður­löndunum og van­fjár­mögnun heil­brigðis­kerfisins þarf að stöðva án tafar.“ Strætó bs. til fram­tíðar.“

Mót­mæla einka­væðingu Strætó

Full­trúa­ráð Sam­eykis mót­mælti einnig á­ætlunum sveitar­fé­laganna að einka­væða Strætó og segja að aug­ljóst sé að einka­væðing geri þjónustu Strætó dýrari fyrir not­endur.

„Ef af þessum á­formum verður mun að öllum líkindum öllum vagn­stjórum fé­lagsins og starfs­mönnum í stoð­þjónustu við vagnana verða sagt upp störfum og dýr­mæt reynsla og þekking glatast,“ segir í til­kynningunni.

„Full­trúa­ráð Sam­eykis gagn­rýnir harð­lega stjórnir sveitar­fé­laganna sem eiga Strætó bs.; Reykja­víkur­borg, Garða­bæ, Hafnar­fjarðar­bæ, Kópa­vogs­bæ, Mos­fells­bæ og Sel­tjarnar­nes­bæ fyrir að veita ekki nægi­legu fé til rekstursins og standa ekki í fæturna gagn­vart ríkinu, sem ekki stóð við að veita fé til rekstrarins í CO­VID-19 far­aldrinum. Þá gagn­rýnir Full­trúa­ráð Sam­eykis hvernig haldið hefur verið um rekstur fé­lagsins af hendi sveitar­fé­laganna og stjórn­enda.“

Full­trúa­ráðið óttast það að einka­væðingin muni koma illa niður á starfs­fólki, al­mennu launa­fólki, efna­litlu fólki og náms­fólki.

„Full­trúa­ráðið krefst þess að öllum á­formum um einka­væðingu Strætó bs. verði tafar­laust hætt og gang­sett verði á­ætlun sam­fé­lags­legrar vel­ferðar sem styrki

Frá fundinum í dag.
Mynd/Sameyki