Fulltrúaráð Sameykis stéttarfélags mótmælir harðlega einkavæðingastefna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðiskerfinu og skorar á stjórnvöld til þess að snúa sér af þessari leið. Sömuleiðis mótmælir fulltrúaráðið áætlunum um einkavæðingu Strætó.
Þetta kemur fram í tilkynning fulltrúaráðs Sameykis, í kjölfar þess að Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsvið spítalans, hafi í dag tilkynnt starfsfólki Vífilsstaða að samið hefði verið um yfirtöku Heilsuverndar, einkarekins fyritækis í heilbrigðisþjónustu, á rekstri Vífilsstaða. Ekki er langt síðan Heilsuvernd tók fyrir rekstri dvalarheimilisins Hlíð á Akureyri.
„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði sagt að heilbrigðisstofnunin á Vífilsstöðum yrði ekki einkavædd. Fulltrúaráð Sameykis gagnrýnir harðlega ríkisstjórnina að ganga á bak orða sinna og næra stefnu frjálshyggjunnar sem birtist í að fjársvelta heilbrigðisstofnanir. Markmið ríkisstjórnarinnar er klárt; að einkavæða opinberar stofnanir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir skjólstæðinga stofnananna og starfsfólk þeirra,“ segir í tilkynningunni.
Fulltrúaráðið mótmælir sveltistefnu ríkisstjórnarinnar, sem er ætluð til þess að opna fyrir einkavæðingu grunnstoða velferðarsamfélagsins.
„Mikill meirihluti landsmanna vill að heilbrigðisþjónustan sé alfarið í opinberum rekstri og hafnar aukinni einkavæðingu. Aukin einkavæðing mun einungis skila dýrari þjónustu fyrir allan almenning, sem hafður verður að féþúfu fyrir arðsemisfreka einkaaðila.“
Þá skorar fulltrúaráðið á stjórnvöld til þess að efla heilbrigðiskerfið og snúa sér af leið einkavæðingunnar.
„Fulltrúaráðið krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi sé aðgengilegt öllum án tillits til greiðslugetu eða efnahags, enda ber að fjármagna heilbrigðiskerfið úr sameiginlegum sjóðum allra landsmanna. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er staðreynd, enda útgjöld til málaflokksins hlutfallslega lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins þarf að stöðva án tafar.“ Strætó bs. til framtíðar.“
Mótmæla einkavæðingu Strætó
Fulltrúaráð Sameykis mótmælti einnig áætlunum sveitarfélaganna að einkavæða Strætó og segja að augljóst sé að einkavæðing geri þjónustu Strætó dýrari fyrir notendur.
„Ef af þessum áformum verður mun að öllum líkindum öllum vagnstjórum félagsins og starfsmönnum í stoðþjónustu við vagnana verða sagt upp störfum og dýrmæt reynsla og þekking glatast,“ segir í tilkynningunni.
„Fulltrúaráð Sameykis gagnrýnir harðlega stjórnir sveitarfélaganna sem eiga Strætó bs.; Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ fyrir að veita ekki nægilegu fé til rekstursins og standa ekki í fæturna gagnvart ríkinu, sem ekki stóð við að veita fé til rekstrarins í COVID-19 faraldrinum. Þá gagnrýnir Fulltrúaráð Sameykis hvernig haldið hefur verið um rekstur félagsins af hendi sveitarfélaganna og stjórnenda.“
Fulltrúaráðið óttast það að einkavæðingin muni koma illa niður á starfsfólki, almennu launafólki, efnalitlu fólki og námsfólki.
„Fulltrúaráðið krefst þess að öllum áformum um einkavæðingu Strætó bs. verði tafarlaust hætt og gangsett verði áætlun samfélagslegrar velferðar sem styrki
