Kennarar við Hlíða­skóla mót­mæla því harð­lega að Maní, sau­tján ára trans strák, verði vísað úr landi á­samt for­eldrum sínum Ardes­hir og Shokufa. Fjöl­skyldan flúði frá Íran vegna of­sókna til Portúgal og komu þau þaðan til Ís­lands en fjöl­skyldan verður send úr landi næst­komandi mánu­dag, þann 17. febrúar.

„Við undir­rituð, kennarar í Hlíða­skóla sem sitjum í teymi er lætur sig mál­efni hin­segin barna varða, hvetjum stjórn­völd til þess að endur­skoða á­kvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í sam­fé­lagi sínu, í að­stæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt,“ segir segir í opnu bréfi til Ás­laugar Örnu dóms­mála­ráð­herra en alls eru fimm kennarar sem skrifa undir bréfið

Í bréfinu kemur sömu­leiðis fram að Hlíða­skóli sé leiðandi í mál­efnum hin­segin barna og að Maní sé í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu. „Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að fé­lags­legri ein­angrun og of­beldi,“ segir í bréfinu og það tekið fram að öryggi barna varði okkur öll. „Því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól.“

Nýtur ekki sama öryggis í Portúgal eða Íran

„Í þriðju grein Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráð­stafanir, sem varði börn, skuli á­vallt það hafa for­gang sem barni er fyrir bestu,“ segir í bréfinu en frá því að Maní kom til landsins hefur hann komist í samband við hinsegin samfélagið á Íslandi og fengið þaðan stuðning. Þá njóti hann sem trans strákur töluvert meiri réttinda hérlendis og en í bæði Portúgal og Íran.

„Barnið sem nú á að vísa frá Ís­landi hefur upp­lifað öryggi í sínu nær­um­hverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flótta­manna­búðum í Portúgal og enn síður í heima­landi sínu, Íran,“ segir enn fremur. Brott­vísun fjöl­skyldunnar er á grund­velli Dyflinar­reglunnar en fjöl­skyldan flúði Íran eftir að Ardes­hir var hand­tekinn og pyntaður í tvo sólar­hringa.

Á­kvörðunin um að vísa fjöl­skyldunni úr landi hefur verið harð­lega gagn­rýnd, meðal annars af sam­tökunum No Bor­ders Iceland, en því hefur verið haldið fram að þeirra mál hafi ekki verið rann­sakað sem skyldi. Þá hefur undir­skriftalisti farið af stað og hafa næstum fimm þúsund manns skrifað undir.

Alls hafa 4980 manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að vísa Maní og fjölskyldu hans ekki úr landi.
Skjáskot