Hópur fólks hittist við heil­brigðis­ráðu­neytið í dag og mót­mæli þar bólu­setningum barna. Hópurinn hefur mót­mælt þeim með heil­síðu í Morgun­blaðinu tvo daga í röð en þau kalla eftir því að hætt verði að bólu­setja bæði börn og ung­linga við Co­vid-19 og segja þau í engri töl­fræði­legri hættu af sjúk­dómnum.

„Auk þess hefur sjúk­dómurinn verið í sam­fé­laginu í um 18 mánuði og því ætti að vera komið tölu­vert ó­næmi meðal barna og ung­menna, sem allan þennan tíma hafa verið í skólanum og um­gengist hvert annað. Ljóst er út frá til­kynningum um grunaðar auka­verkanir sem borist hafa Lyfja­stofnun, að á­hættan af lyfja­gjöfinni er orðin meiri en á­vinningurinn,“ segir í til­kynningu frá hópnum sem alla jafna kennir sig við có­við­spyrnuna og hefur mót­mælt oft bæði sótt­varna­að­gerðum og bólu­setningum.

Meðal tals­manna hópins eru Martha Erns­dóttir, Þór­dís B. Sigur­þórs­dóttir, Hrólfur Hreiðars­son, Kristín Johan­sen og Auður Ingvars­dóttir sem var með erindi á mót­mælunum.

Auglýsing hópsins.

Ekki verður á­kveðið fyrr en við lok mánaðar hvort að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólu­sett en nú þegar er búið að bólu­setja hluta þeirra sem eru á aldrinum 16 til 18 ára.

Jón Magnús Jóhannes­­son, deildar­­læknir á Land­­spítalanum, sagði sem dæmi í byrjun júlí að nú­verandi stefnu yfir­­valda vegna bólu­­setningu 12-16 ára barna við CO­VID-19 væri ein­fald­­lega röng.

Barnaspítalinn rannsakar áhrif Covid á börn

Barna­læknar hjá Barna­spítala Hringsins eru nú að vinna að rann­sókn um það hvort Co­vid-sýkingar hafi lang­varandi á­hrif á börn.

Valtýr Stefáns­son Thors barna­smit­sjúk­dóma­læknir telur ekki liggja á að bólu­setja yngri börn gegn Co­vid-19 sem stendur. Hann segir börn al­mennt veikjast minna en full­orðnir og smitast síður.„Ef við horfum á far­aldurinn hér á Ís­landi þá hafa núna um og yfir átta hundruð börn smitast af Co­vid og ekkert þeirra veikst al­var­lega,“ segir Valtýr og bendir á að þeim sé veitt mikil eftir­fylgni á Co­vid-göngu­deild Barna­spítala Hringsins.

Foreldrar jákvæðir

Þá hefur verið greint frá því að mikill meiri­hluti for­eldra barna á Ís­landi en það sýna niður­stöður tveggja kannana.