Hópur fólks hefur skrifað undir undir­skriftalistaþar sem komu Piu Kjærs­ga­ard til landsins er mót­mælt og af­sökunar­beiðni Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta al­þingis, for­dæmd. Nú þegar hafa 83 skrifað undir og sumir skrifað athugasemdir til þess að gera betur grein fyrir skoðun sinni.

„Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart pólitískum og samfélagslegum öflum sem vinna gegn eða grafa undan almennum mannréttingum og lýðræði. Þess vegna mótmælum við í hvert sinn sem rasistar og hálf-fasistar kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi. Allir menn eru jafnir óháð litarhætti, þjóðerni, kynferði, eða kynhneigð,“ skrifar einn mótmælandi í athugasemd sinni.

Gagnrýnd fyrir útlendingaandúð

Kjærs­ga­ard hélt erindi á há­tíðar­fundi Al­þingis á Þing­völlum á mið­viku­daginn en sú á­kvörðun var mjög um­deild. En hún er einn stofnandi Danska þjóð­flokksins sem er sagður reka harða inn­flytj­enda­stefnu og hefur flokkurinn sem og Kjærs­ga­ard verið gagn­rýnd fyrir út­lendinga­and­úð. 

Þó hefur verið bent á að Kjærs­ga­ard hafi komið hingað fyrir hönd danska Þjóð­þingsins og dönsku þjóðarinnar sem full­trúi gagn­aðila af full­veldis­samningnum og hafi ekki haft neitt með hennar pólitísku skoðanir að gera. 

Þrátt fyrir það hefur koma hennar til landsins valdið tals­verðum usla, Ís­lenskir þing­menn sem og al­mennir borgarar mót­mæltu komu hennar. Þing­flokkur Pírata kaus að hundsa dag­skránna í heild sinni en þing­menn Við­reisnar, Sam­fylkingarinnar og tveir Þing­menn Vinstri grænna kusu að klæðast lím­miðum sem á stóð „Nej til Ra­c­ism“ eða „Nei við kyn­þátta­hatri“. 

Harmaði mótmælin 

Stein­grímur J. Sig­fús­son harmaði mót­mælin og sagði þau hafa varpað skugga á há­tíðar­dag­skrá Al­þingis. Í kjöl­farið skrifaði hann Kjærs­ga­ard af­sökunar­bréf þar sem hann full­yrðir að stór meiri­hluti Ís­lendinga á­líti það „for­kastan­legt“ að sýna danska þing­for­setanum slíka van­virðingu. 

Í texta undir­skriftalistans segir að með því að skrifa undir listann mót­mæli við­komandi þátt­töku Kjærs­ga­ard í dag­skrá há­tíðar­fundar Al­þingis, vegna haturs­fullrar orð­ræðu sem hún stendur fyrir. Af­sökunar­bréfi Stein­gríms er einnig mót­mælt „við mót­mælum af­sökunar­bréfi Stein­gríms J. Sig­fús­sonar þar sem hann segist tala fyrir hönd þjóðarinnar, við erum veru­lega ó­sam­mála þeirri stað­hæfingu að meiri­hluti Ís­lendinga hafi þótt mót­lætið sem þú varst fyrir for­kastan­legt.“