Mótettu­kór Hall­gríms­kirkju sendir Herði Ás­kels­syni kveðju sína og þökk í kjöl­far þess að honum hefur verið út­hýst úr kirkjunni og segja að þau fylgi honum hvert sem er við lok mánaðar.

Eins og greint hefur verið frá hefur sóknarnefnd Hallgrímskirkju gert starfslokasamning við Hörð eftir 40 ára starf í kirkjunni.

Í færslu sem Mótettukórinn birtir á Face­book-síðu sinni segir að Hörður hafi stofnað kórinn árið 1982 og hafi síðan leitt hann far­sæl­lega síðan og skapað um­gjörð fyrir kór­starf sem hafi verið „líf og yndi hundraða söngvara.“

„Við þessi tíma­mót vill Mótettu­kórinn senda Herði kveðju sína og þökk, og segja honum að kórinn fylgi honum hvert á land sem er úr Hall­gríms­kirkju 31. maí, á vit þess söng­lífs sem hann vill hafa for­ystu um að skapa,“ segir að lokum í færslunni sem má sjá hér að neðan.

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur vikið Herði Áskelssyni úr starfi kantors Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði...

Posted by Mótettukór Hallgrímskirkju on Monday, 3 May 2021

Fyrr­verandi fé­lagi í Mótettu­kór Hall­gríms­kirkju sagði í færslu í gær að það væri „sárt og erfitt“ að lesa um það að Herði Ás­kels­syni kantor hafi verið út­hýst úr kirkjunni. Hörður hafi sent fé­lögum List­vina­fé­lags Hall­gríms­kirkju bréf og sagt frá sinni hlið mála. „Var það eins og að fá tölvu­póst um að tekin hefði verið á­kvörðun um að ljúka blóma­skeiði, bara si­sona.“