Hunter Biden tók við 3,5 milljónum dollara, um hálfum milljarði króna, frá eiginkonu fyrrum borgarstjóra Moskvu, samkvæmt 87 síðna skýrslu sem lögð var fyrir bandaríska þingið af Repúblikönum í fyrradag.

Í frétt New York Post um skýrsluna segir að Biden sé einnig bendlaður við önnur mál sem gætu komið föður hans, Joe Biden, illa, nú þegar styttist í kosningarnar. Það sé þó lítið staðfest í skýrslunni heldur sé þetta frekar orðrómur.

Demókratar sögðu skýrsluna allt annað en trúverðugt plagg og stjórn forsetans væri að reyna að koma höggi á Biden, sem berst nú við Donald Trump um embættið.

Í frétt Newsweek segir talsmaður framboðs Joes Biden, Andrew Bates, að þessi skýrsla sé gerð til að ná athyglinni frá COVID og spillingu þeirra sem sömdu skýrsluna