Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar gerði athugasemd við útgáfu starfsleyfis fyrir rannsóknaborunum í Þormóðsdal eftir gulli.

Mosfellsbær hefur um árabil barist gegn því að Iceland Resources færi í gullleit á svæðinu.

„Þar sem ekki liggja fyrir neinar heimildir til efnistöku eða verulegs jarðrasks á svæðinu, til framtíðar, lítur Mosfellsbær svo á að öll efnistaka og borun sé óheimil,“ kom fram í athugasemd Mosfellsbæjar.

Gullleitarfyrirtækið lagði fram gögn til Mosfellsbæjar um rannsóknarboranir í Þormóðsdal á síðasta ári og fól bæjarráð skipulagsfulltrúa að senda umsögn til heilbrigðiseftirlitsins.

Í frétt Fréttablaðsins sem birtist á síðasta ári kom fram að skipulagsnefn Mosfellsbæjar gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu og röksemdafærslu Iceland Resources ehf. í samskiptum sínum við sveitarfélagið.

„Sveitarfélagið og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur áður fjallað um sambærilegar áætlanir Iceland Resources ehf. og þeim bæði mótmælt, síðast 2021, og athugasemdum skilað til forsvarsfólks fyrirtækisins.“