Morgunferðir Herjólfs falla alla niður í dag vegna viðhalds en upp kom bilun í stefnishurð ferjunnar í gær.

Bilunin olli margra klukkustunda töf á ferð Herjólfs í gær og kom skipið ekki til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn fyrr en um fimmleytið í morgun.

Upplýsingar um síðdegisferðir ferjunnar koma inn klukkan þrjú í dag.