Sumarstörf landvarða voru auglýst á dögunum og bárust um 700 umsóknir um störfin frá tæplega 200 einstaklingum.

Gert er ráð fyrir að ráða í 40-50 störf í sumar líkt og síðasta sumar. Störfin eru á friðlýstum svæðum um allt land, og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Mestur áhugi virðist á störfum þar og á hálendinu.

Landverðir sinna fjölbreyttum verkefnum,meðal annars uppbyggingu innviða og fræðslu fyrir gesti um náttúru og sögu svæðanna.

Landvarðanámskeiðin eru á vegum Umhverfisstofnunar og standa yfir núna en einnig þurfa landverðir að vera með skyndihjálparréttindi.

Helstu störf landvarða snýr að náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála, verðmætum friðlýstra svæða, náttúru, menningu og sögu. Einnig þurf þeir að sjá um gesti friðlýstra svæða, læra inn á mannleg samskipti og náttúrutúlkun eða fræðslu á friðlýstum svæðum og um öryggisþætti svo eitthvað sé nefnt.

Fyrstu landverðir hefja störf um páska og vinna þeir fram á haust.