Lög­reglan í bænum Stockton í Kali­forníu­ hefur boðið 85 þúsund dali í verð­launa­fé til þeirra sem geta veitt upp­lýsingar um fimm morð sem hafa átt í bænum á síðast­liðnum mánuðum. Einungis 320 þúsund í­búar eru í Stockton og hafa morðin fimm þar í bæ vakið mikinn óhug íbúa en þau virðast til­hæfis­laus og fórnarlömbin valin af handahófi.

Rann­sóknar­lög­reglu­menn í Stockton telja nú að morðin fimm séu tengd og að sami maður sé að baki þeirra en morða­ldan byrjaði í júlí á þessu ári.

Sam­kvæmt banda­ríska miðlinum The Hillkomst lög­reglan að þessari niður­stöðu eftir að hafa farið yfir öryggis­mynda­vélar vett­vöngum glæpanna.

Lög­reglan birti í dag skjá­skot af manni sem þeir vilja ná tali af en lög­reglan vildi ekki gefa upp hvort hann væri sá grunaði.

Skjáskot lögreglunnar gefur almenningi ekki mikið til að vinna með.
Ljósmynd/Lögreglan í Stockton

Öll fórnarlömbin að ganga heim til sín

Fimm ein­staklingar hafa verið skotnir til bana á síðustu mánuðum í Stockton og var síðasta fórnar­lambið 54 ára gamall karl­maður sem var skotinn í í­búða­hverfi norður af mið­bænum á þriðju­daginn.

Öll fórnar­lömbin voru myrt innan átta mílna radíus og sem fyrr segir telur lögreglan fórnarlömbin valin af handahófi.

Aldur fórnar­lambanna er á bilinu 21 til 54 ára, allt karl­menn. Fjórir mannanna eru rómönskum upp­runa og þá var einn hvítur.

Mennirnir voru allir að ganga heim til sín að kvöldi til eða snemma morguns þegar þeir voru myrtir.

„Við erum stað­ráðin í að vernda sam­fé­lagið okkar og leysa þessi mál,“ segir í yfir­lýsingu frá lög­reglunni. „En við þurfum ykkar hjálp. Ef ein­hver hefur upp­lýsingar um þessi mál, hringið tafar­laust í okkur,“ segir þar enn fremur.