Tveir voru í dag úrskurðaðir í tíu vikna farbann, til miðvikudagsins 2. júní, af héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði í Rauðagerði í síðasta mánuði.

Báð­ir höfð­u áður sætt gæsl­u­varð­hald­i en lög­regl­a lagð­i ekki fram kröf­u um á­fram­hald­and­i gæsl­u­varð­hald yfir þeim.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u að ekki væri hægt að veit­a frek­ar­i upp­lýs­ing­ar um mál­ið að svo stödd­u.