Mað­ur­inn sem grun­að­ur er að hafa ráð­ið hálf­bróð­ur sín­um, hin­um fer­tug­a Gísl­a Þór Þór­ar­ins­syn­i, bana í norsk­a byggð­ar­lag­in­u Meh­amn í Finn­mörk­u um helg­in­a heit­ir Gunn­ar Jóh­ann Gunn­ars­son og á lang­an sak­a­fer­il að baki.

Gunn­ar Jóh­ann, á­samt öðr­um Ís­lend­ing­i, eru í hald­i lög­regl­u­yf­ir­vald­a í Nor­eg­i og verð­a þeir leidd­ir fyr­ir dóm­ar­a í kvöld þar sem tek­in verð­ur af­stað­a til kröf­u lög­regl­unn­ar um fjög­urr­a vikn­a gæsl­u­varð­halds yfir báð­um.

Gunn­ar Jóh­ann er 35 ára gam­all, fædd­ur árið 1983, en hann var árið á árunum 1999 til 2001 dæmd­ur fyr­ir um­ferð­a­lag­a­brot, fíkn­i­efn­a­lag­a­brot, þjófn­að og vopn­a­lag­a­brot. Árið 2002 var hann dæmd­ur, á­samt vini sín­um, fyr­ir að hafa nauðg­að 16 ára stúlk­u árið 2000 þeg­ar þeir voru sjálf­ir 17 ára. Þeir höfð­u hitt stúlk­un­a, auk ann­arr­ar, við versl­un­ar­mið­stöð í Kefl­a­vík. Það­an hafi þau far­ið heim til Gunn­ars þar sem dreng­irn­ir sögð­ust vilj­a fara í ein­hvers kon­ar kyn­lífs­leik­i. Önnur hafi þá far­ið en hin gleymt sím­an­um sín­um í her­berg­in­u.

Nauðgun, frelsissvipting og líkamsárásir

Þeg­ar þang­að var kom­ið hafi Gunn­ar og vin­ur hans hald­ið hönd­um henn­ar á með­an þeir feng­u sínu fram. Þeir hefð­u ekki hætt fyrr en hún hrein­leg­a öskr­að­i af sárs­auk­a. Gunn­ar var dæmd­ur í 22 mán­að­a fang­els­i vegn­a máls­ins í hér­að­i og var sá dóm­ur stað­fest­ur í Hæst­a­rétt­i síð­ar.

Það var síð­an árið 2007 að Gunn­ar Jóh­ann var dæmd­ur í 15 mán­að­a fang­els­i fyr­ir stór­felld­a lík­ams­á­rás. Árið 2010 var hann aft­ur dæmd­ur fyr­ir lík­ams­á­rás auk frels­is­svipt­ing­ar en hann hafð­i þá á­samt öðr­um bar­ið mann sem þeir töld­u skuld­a sér fyrir fíkniefni. Þann­ig hafi þeir bar­ið mann­inn, lok­að hann inni í skáp með 400 W ljós­a­per­u yfir höfð­i hans og loks hengt lykkj­u um háls hans og hert að, auk þess sem þeir hót­uð­u hon­um líf­lát­i.

Gunn­ar Jóh­ann og Gísl­i Þór voru hálf­bræð­ur líkt og fyrr seg­ir og bjugg­u þeir í Meh­amn í Finn­mörk­u í norð­ur­hlut­a Nor­egs. Þar voru þeir starf­and­i í sjáv­ar­út­veg­i en 30 Ís­lend­ing­ar búa í þess­u rúm­leg­a þús­und mann­a byggð­a­sam­lag­i. Mik­il sorg rík­ir á svæð­in­u og eru í­bú­ar í sjokk­i að svon­a hafi kom­ið upp í bæ þar sem nán­ast all­ir þekkj­a alla.

Gunnar Jóhann Gunnarsson er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa ráðið hálfbróður sínum bana
Skjáskot/Facebook

Skrifaði færslu um glæpinn „svívirðilega“ á Facebook

Það var eld­snemm­a laug­ar­dags­morg­uns um liðn­a helg­i að lög­regl­u barst til­kynn­ing að skot­i hafi ver­ið hleypt af í heim­a­hús­i í bæn­um. Á vett­v­ang­i fannst Gísl­i Þór al­var­leg­a særð­ur og hóf­ust end­ur­­líf­gun­ar­t­il­r­aun­ir þá og þeg­ar. Þær báru ekki ár­ang­ur og var hann úr­­­skurð­að­ur lát­inn skömm­u síð­ar.

Gunn­ar Jóh­ann og hinn Ís­­lend­ing­ur­inn voru hand­­tekn­ir á nær­­liggj­and­i stað skömm­u síð­ar og færð­ir í fang­a­­klef­a, grun­að­ir um ó­­­dæð­ið. Gunn­ar hafð­i skrif­að færsl­u á Fac­e­­bo­ok-síðu sína þar sem hann sagð­ist hafa fram­ið „sví­v­irð­i­­leg­an glæp“. Hann hafi ekki ætl­að að hleyp­a skot­in­u af. Lögreglan gaf það út í gær að Gunnar hafi verið í nálgunarbanni gagnvart Gísla Þór og að hann hafi áður haft í hótunum við hann.

Lög­regl­u­yf­ir­völd í Finn­mörk­u segj­a að rann­sókn máls­ins stand­i nú yfir. Búið sé að taka skýrsl­u af í­bú­um Meh­amn en í til­kynn­ing­u frá lög­regl­u seg­ir að einn­ig komi til grein­a að taka skýrsl­u af fólk­i sem býr á Ís­land­i.