Handritshöfundurinn, leikstjórinn og leikarinn Terry Jones, sem er þekktur meðlimur Monty Python hópsins, er látinn, 77 ára að aldri. Þetta staðfestir umboðsmaður hann ísamtali við breska fjölmiðla.

Jones lést í gærkvöldi en hann var greindur með FTD, sjaldgæfa tegund af vitglöpum (e. dementia) að sögn fjölskyldu hans sem sendi frá tilkynningu í dag:

„Við hörmum að tilkynna það að elsku eiginmaður og faðir okkar, Terry Jones, er látinn. Terry lést að kvöldi til þann 21. janúar árið 2020, 77 ára að aldri, við hlið eiginkonu sinnar Önnu Soderstrom.“

Jones var ávalt glaðlyndur í baráttu sinni að sögn fjölskyldu hans.

„Síðastliðna daga hefur eiginkona hans, börn, stórfjölskylda og nánir vinir, verið við hlið Terry á meðan líf hans fjaraði rólega út á heimili hans í norðurhluta London. Nú höfum við misst blíðan, fyndinn, hlýjan, listrænan og ástúðlegan mann sem gaf ekkert eftir. Hann var einstakur, ávallt vitsmunalegur og gífurlega spaugsamur og gat glatt milljónir manna í sex áratugi.“