Tveimur mönnum, sem voru handteknir í tengslum við dauða írska blaðamannsins Lyru McKee, hefur verið sleppt úr haldi. McKee var skot­inn til bana þegar óeirðir brutust út í Londonderry á Norður-Írlandi þann 18. apríl. Jarðaför blaðamannsins verður haldin í Belfast á miðvikudaginn.

Óeirðirnar brutust út þegar lögreglan á svæðinu réðst inn á heimili í hverfinu til að gera húsleit. Byssumaðurinn var að skjóta á lögreglu og varð McKee fyrir skoti í átökunum.

Lyra Mckee, blamaðurinn sem var myrt í miðjum óeirðum í Norður-Írlandi.
Getty images

Lögreglan biður fólk sem var á svæðinu um að koma fram með myndefni til að hjálpa þeim við rannsókn málsins.

Michelle O'Neill, varaformaður Sinn Féin vinstri-flokksins á Írlandi, flutti ræðu á páskadag þar sem hún fordæmir byssumennina.

„Þetta fólk tilheyrir engri pólitík, hefur enga stefnu, og fær engan stuðning frá venjulegu fólki í borginni og á landsbyggðinni. Verknaður þeirra hindrar írska samheldni.“