Sal­man bin Abdu­laziz, konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn, Mohammed bin Sal­man sem nýjan for­sætis­ráð­herra landsins.

Mohammed bin Sal­man er elsti sonur konungsins og gegndi hann áður stöðu varnar­mála­ráð­herra. Nú mun bróðir hans, Prins Khalid taka við þeirri stöðu. Nú eru þrír bræður í ríkis­stjórn Sádi-Arabíu, auk bin Sal­man og Prins Khalid er bróðir þeirra Abdu­laziz bin Sal­man, orku­mála­ráð­herra.

Bin Sal­man hefur lengi verið um­deildur, en hann hefur í­trekað verið bendlaður við morðið á blaða­manninum Jamal Kas­hoggi sem var myrtur árið 2018 í sendi­ráði Sádi-Arabíu í Tyrk­landi.