Mögu­leiki er á því að appel­sínu­gular við­varanir verði hækkaðar í rautt við­búnaðar­stig seinna í dag að sögn Þor­­steins V. Jóns­­sonar, veður­­fræðings hjá Veður­­stofu Ís­lands. Sér­­­lega djúp lægð er væntan­­leg til landsins og gætu á­hrif orðið svipuð og í ó­veðrinu sem skók landið síðast­liðinn desember.

Í því ó­veðri var rauð við­vörun notuð í fyrsta skipti frá því Veður­stofan tók upp lita­kvarðaðar við­varanir en líkt og al­þjóð veit varð stór­tjón, sér í lagi á norð­vestan­verðu landinu. „Vanda­málin núna yrðu meira á sunnan­verðu landinu.“

Allt undir í ofsa­veðrinu

Lægðin sem gengur yfir landið á morgun kemur þó til með að hafa víð­tækari á­hrif og munu allir lands­menn koma til með að finna fyrir veðrinu. „Á­hrifin gætu verið þau sömu og þá. Appel­sínu­gul við­vörun þýðir víð­tæk á­hrif á landinu hvort sem það eru sam­göngur raf­orku­kerfi, eignar­tjón eða annað. Allt er undir þegar slík við­vörun er í gildi,“ segir Þor­steinn.

Appel­sínu­gul við­vörun tekur gildi á sunnan­verðu landinu klukkan fimm í nótt. „Þetta byrjar syðst á landinu að­fara­nótt föstu­­dags og síðan færist þetta norður um landið og á há­­degi verður komið alveg dýr­vit­­laust veður.“

Appelsínugular viðvaranir verða í gildi um allt land.
SKJÁSKOT/VEDUR.IS

Skóla­starf í upp­námi

„Veðrið mun væntan­lega hafa á­hrif á skóla­starf víða á landinu.“ Veður­stofa Ís­lands fundar með Al­manna­vörnum á sam­ráðs­fundi klukkan 14 í dag þar sem meðal annars verður á­kveðið hvort að skólum á höfuð­borgar­svæðinu verði lokað á morgun eða ekki.

Gert er ráð fyrir víð­tækum sam­­­göngu­truflunum og ekkert ferða­veður er á meðan við­varanir eru í gildi. Veður­­stofan hvetur fólk til að sýna var­kárni og fylgjast grannt með veður­­spám.

Vind­hviður allt að 50 metrar á sekúndu

Vind­hraði verður mikill um allt land og víða er gert ráð fyrir að vind­hviður fari upp í 50 metra á sekúndu. Veður­­­fræðingar brýna fyrir fólki og fyrir­­­­­tækjum að gæta að lausa­munum þar sem líkur eru á foktjóni, sér­­­í­lagi sunnan til á landinu. Fólki er bent á að sýna var­kárni til að fyrir­­­byggja slys og festa lausa­muni eins og frekast er kostur.

Storminum fylgir úr­­­koma sem byrjar sem hríðar­veður og snjó­koma og fer svo yfir í slyddu og rigningu á sunnan­verðu landinu. Í öðrum lands­hlutum heldur á­­fram að snjóa og skafa.

Snar­vit­laust veður fyrir norðan

Enn eru sömu við­varanir í gildi og í gær en tíma­setningar hafa breyst tölu­vert. Lægðin mun ganga hraðar yfir en fyrst var búist við og mun veðrið á höfuð­borgar­svæðinu Suður­landi ganga niður á milli eitt og þrjú um daginn. „Veðrið verður þó á­fram leiðin­legt og það verður snar­vit­laust veður fyrir norðan.“

Á norðan­verðu landinu verður appel­sínu­gul við­vörun í gildi fram á annað kvöld klukkan ellefu um kvöldið. „Þá verður þetta orðið skap­legt á öllu landinu og eftir standa bara gular við­varanir,“ segir Þor­steinn og bætir við að Vestur­landið hangi lengst í ofsa­veðrinu.