Mögu­legum hraun­flæðis­svæðum fjölgar í dag um eitt og eru þau fimm miðað við upp­færða hraun­flæðis­spár eld­fjalla­fræði-og náttúru­vá­hóps Há­skóla Ís­lands. Þetta má sjá í spánni og mynd hér að neðan.

Eins og áður er látið gjósa innan þessara svæði. Nú tekur hópurinn sér­stak­lega fram að mögu­leikar á því að það komi til eld­goss á öllum svæðum í einu eru nánast engar.

Vísinda­ráð al­manna­varna fundar í dag til að fara yfir ný gögn. Búið er að bæta við nýjum GPS-stöðvum á Reykja­nes­­skaga sem svo hægt sé að mæla betur kviku­hreyfingar undir yfir­­­borði.

Kortið sýnir mögu­lega hraun­rennslis leiðir, ef litur er dökkur er lík­legra að hraun fari þar um og að sama skapi ef litur er ljós eru mun minni líkur á að hraun fari þar um.

Þar sem það er eru nánast engar líkur á að gjósi á öllum svæðum munu á­valt vera opnir vegir, eins og komið hefur áður fram. Þá er mikil­vægt að gera sér grein fyrir því að hraun tekur tíma að renna og því á­vallt við­bragðs­tími.

20210305 13:05 Sæl öll hér kemur ný hraunflæðispá miðað við atburði næturinnar. Eldsuppkomunæmi reiknað kl 11 í morgun....

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, 5 March 2021