Mögu­legt er að byrja bólu­setningar á Ís­landi fyrir CO­VID-19 með bólu­efninu sem var þróað af BioN­Tech og Pfizer strax í upp­hafi næsta árs. Þetta er hins vegar háð inn­kaupum og flutningi hingað til landsins.

Þetta segir Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Lyfja­stofnun Evrópu (EMA) hafa borist um­sóknir um skil­yrt markaðs­leyfi fyrir tvö bólu­efni við CO­VID-19. Niður­staða gæti legið fyrir eftir nokkrar vikur.

Annars vegar er um að bólu­efnið sem er þróað af BioN­Tech og Pfizer, og hins vegar bólu­efnið sem er þróað af Moderna Biot­ech. Lyfja­stofnun Evrópu mun beita flýtimati á um­sóknirnar og mun niður­staða um hvort stofnunin mælir með út­gáfu markaðs­leyfa fyrir lyfin liggja fyrir innan nokkurra vikna.

Á heima­síðu Lyfja­stofnunar segir hins vegar að þetta fer eftir því hvort gögnin sem berast sýni með full­nægjandi hætti fram á gæði, öryggi og virkni bólu­efnanna.

Þetta mun liggja fyrir í síðasta lagi 29. desember fyrir bólu­efni BioN­Tech og Pfizer og í síðasta lagi 12. janúar fyrir bólu­efni Moderna.

Spurð um mögu­leikann á því að hefja bólu­setningar hér­lendis strax í janúar, segir Rúna það mögu­legt.

„Það er fræði­legur mögu­leiki en við erum ekki hluti af því að kaupa og flytja inn bólu­efnið,“ segir Rúna og bendir á að sótt­varna­læknir mun þurfa að svara því hvernig bólu­setningum verður háttað hér­lendis.

„Lyfið er í á­fanga­mati hjá Evrópsku lyfja­stofnuninni og síðasti sér­fræðinga­fundurinn er ráð­gerður, varðandi þetta bólu­efni [BioNTech og Pfizer], 29.desember. Þá á að vera búið að fara yfir allt,“ segir Rúna.

„Svo er inn­kaup, flutningur til landsins og hve­nær aðilar hér heima eru til­búnir að bólu­setja allt annað,“ segir Rúna.

Á heima­síðu Lyfja­stofnunar kemur fram að meti Lyfja­stofnun Evrópu bólu­efnin þannig að að á­vinningur af notkun bólu­efnanna sé meiri en á­hættan sem henni fylgir, mun stofnunin mælast til út­gáfu skil­yrtra markaðs­leyfa.

Því næst myndi fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins flýta sínu á­kvarðana­ferli með það að leiðar­ljósi að skil­yrt markaðs­leyfi sem gildir á öllu EES-svæðinu geti verið gefin út nokkrum dögum síðar.