Ný rann­sókn hefur borið á kennsl á mann sem talinn er hafa svikið Önnu Frank og fjöl­skyldu með því að leiða nas­ista á slóðir þeirra.

Teymi rann­sak­enda, sem inni­hélt meðal annars sagn­fræðinga og fyrrum FBI lög­reglu­mann, komst að þeirri niður­stöðu eftir sex ára rann­sókn að maður er nafni Arn­old van den Bergh ber að öllum líkindum á­byrgð á því að Frank fjöl­skyldan var gómuð af nas­istum.

Van den Bergh, sem var sjálfur gyðingur, gaf að öllum líkindum upp dvalar­stað Frank fjöl­skyldunnar til að bjarga sinni eigin fjöl­skyldu.

Dag­bók Önnu Frank, þar sem hún lýsir lífi sínu og fjöl­skyldu sinnar í felum frá nas­istum í Amsterdam Síðari-Heims­styrj­aldarinnar er án efa frægustu endur­minningar gyðinga frá tímum hel­fararinnar. Anna Frank lést í Bergen-Bel­sen út­rýmingar­búðunum árið 1945, að­eins fimm­tán ára að aldri, eftir að hafa eytt tveimur árum í felum.

Teymið eyddi sex árum í að rann­saka mál Önnu Frank með nú­tíma­tækni, þar á meðal reikni­líkönum í tölvu sem leituðu uppi tengingar á milli ó­líkra ein­stak­linga, áður en það komst að niður­stöðu.‘

Van den Bergh hafði verið með­limur í gyðinga­ráði nas­ista í Amsterdam sem var ráð sem hafði um­sjón með að fram­fylgja lögum og reglum nas­ista í gyðinga­hverfum borgarinnar. Ráðið var leyst upp árið 1943 og með­limir þess sendir í út­rýmingar­búðir. Hins vegar þá hafði Van den Bergh ekki verið sendur í út­rýmingar­búðir sjálfur og hélt á­fram að lifa til­tölu­lega eðli­legu lífi í Amsterdam.

„Þegar van den Bergh missti öll for­réttindi sín sem veittu honum undan­þágu frá því að þurfa að fara í búðirnar þurfti hann að út­vega nas­istum ein­hverjar verð­mætar upp­lýsingar svo hann og eigin­kona hans gætu haldið á­fram að vera örugg á þeim tíma,“ sagði fyrrum al­ríkis­lög­reglu­maðurinn Vince Pan­koke í sam­tali við 60 Minu­tes frétta­þáttinn.

Að sögn teymisins glímdu þau við þá upp­götvun að Frank fjöl­skyldan hefði að öllum líkindum verið svikin af öðrum gyðingi. En það fundust líka vís­bendingar sem gefa til kynna að Otto Frank, faðir Önnu, hafi vitað þetta sjálfur og haldið því leyndu.

Í gögnum fyrrum rann­sak­enda fundu þau af­rit af nafn­lausu minnis­blaði sem sent var Otto Frank þar sem Arn­old van den Bergh er nafn­greindur vera svikarinn.

Pan­koke telur gyðinga­hatur vera eina á­stæðuna fyrir því að þessar upp­lýsingar hafi aldrei fyrr litið dagsins ljós.

„En við verðum þó að hafa í huga að sú stað­reynd að van den Bergh var gyðingur þýðir bara að hann var settur í þá ó­mögu­legu stöðu af nas­istum að þurfa að gera eitt­hvað til að bjarga lífi sínu,“ sagði hann í sam­tali við 60 Minu­tes.

Að sögn hollenska dag­blaðsins de Volkskrant lést Arn­old van den Bergh árið 1950.