Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands, segir eldgosið í Meradölum teyja lopann, en segir þó að ef flæði hrauns frá hraunpollinum hafi stöðvast, þá sé gosið yfirstaðið.

Ef svo er þá hafi gosið klárast klukkan sex í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hópurinn birti á Facebook-síðu sinni, en þar er farið yfir virkni gossins í nót. Þar kemur fram að það síðasta sem átti sér stað hafi verið rétt fyrir klukkan sex í nótt þegar þéttur blágrár mökkur steig upp úr gígnum og í kjölfarið hafi óróinn fallið alveg niður.

Þó segir að enn gæti runnið úr hraunpollinum, og ef það gerist þá eru nefndar tvær mögulegar skýringar fyrir því.

„(i) að enn þá er nægilega mikil hraunkvika í pollinum til að viðhalda flæði frá honum. Ef það er raunin þá ætti að draga úr flæðinu á næsta sólahring, og

(ii) að hraunkvika sé enn þá að flæða frá gosrásinni inn í pollinn (þ.e. án þess að fara upp í gegnum gígopin). Ef svo er þá er gosinu ekki lokið.“

Mikið hefur verið fjallað um goslok elgossins í Meradölum, en í gær var greint frá því að það lifði enn, þrátt fyrir að verulega hefði dregið úr krafti þess.