Við Sæbraut 3 á Seltjarnarnesi má finna einstaka eign með glæsilegu sjávarútsýni. Einbýlishúsið er 337 fermetrar að stærð með tíu herbergjum, þar af átta svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum.

Allt um eignina má finna á vef Eignamiðlunar.

Í húsinu eru tvær auka íbúðir og er fasteignamat hússins rúmlega tæplega 174 milljónir. Ekkert verð er sett á eignina heldur er óskað eftir tilboðum.

Húsið er með gríðarlega fallegt sjávarútsýni og einstaklega fallega og stóra glugga. Það er teiknað af Vífli Magnússyni, arkitekt, og er ansi einstakt í útliti eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Hátt er til lofts og fær sjávarútsýnið að njóta sín.

Á jarðhæð er auka íbúð sem skiptist í eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi. Sér inngangur er inn í íbúðina ásamt því að vera innangengt inn í húsið.

Undir bílskúr hússins leynist svo önnur auka íbúð með eldhúsi, baðherbergi og stofu.

Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni, arkitekt.
Mynd/Eignamiðlun
Dásamlegir gluggar í stofunni.
Mynd/Eignamiðlun
Ein af nokkrum stofum hússins, eins og sjá má er ansi hátt til lofts.
Mynd/Eignamiðlun
Falleg út í gegn.
Mynd/Eignamiðlun
Rúmgott eldhús.
Mynd/Eignamiðlun