Bresk móðir sem stakk barnaníðing, sem hafði beitt þrjá syni hennar kynferðisofbeldi, til bana árið 2014 opnar sig nú um morðið í BBC-heimildarmyndinni Killing My Children's Abuser.

„Ég vissi ekki hvað ég væri að gera. Ég var hrædd og ég gerði mikil mistök. Hann var algjörlega óttalaus og sýndi enga iðrun.“ segir móðirin, Sarah Sands, en hún drakk tvær vínflöskur áður en hún fór heim til Michael Pleasted, nágranna síns, og drap hann. „Hann sagði að börnin mín væru að ljúga.“

„Ég ætlaði ekki að láta þetta enda á þennan hátt. Ég ætlaði ekki að drepa hann. Lögreglan hafði rétt á því að spyrja spurninga. Ég tók lögin í mínar egin hendur.“ hefurDaily Mail eftir móðurinni sem gaf sjálfa sig fram til lögreglu skömmu eftir að hún framdi glæpinn.

Sands afplanaði fjögurra ára fangelsisdóm vegna málsins. Hún berst nú fyrir því að réttur fólks, sem hefur verið dæmt fyrir kynferðisbrot, til að breyta um nafn verði þrengdur.

Pleasted, níðingur sona hennar, hafði breytt nafni sínu til að fela það að hann hafði verið sakfelldur í 24 ákæruliðum er vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum.

Synirnir viðurkenna í dag að þeir séu ánægðir með að Pleasted sé látinn. Þeir segjast skilja gjörðir móður sinnar.