„Hún hvarf hægt og bítandi í ein­hvers­konar myrkur,“ skrifar Malena Ern­man meðal annars um dagana sem dóttir hennar, loft­lags­bar­áttu­konan Greta Thun­berg, var greind með ein­hverfu ellefu ára gömul og erfiða æsku hennar. Vitnað er í skrif Malenu í bókinni „Our Hou­se is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis,“ á vef breska blaðsins Guar­dian.

Malena, sem er óperu­söngvari, lýsir því hvernig hún og eigin­maður hennar, leikarinn S­vante Thun­berg, tókust á við þögn dóttur sinnar og átröskun. Á tíma­bili vildi Greta ekkert borða nema ör­smáa skammta af hrís­grjónum, avókadó og gnocchi. Hún missti tíu kíló á tveimur mánuðum og var ná­lægt því að vera lögð inn á spítala.

„Hún hætti að spila á píanó. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala og hún hætti að borða,“ skrifar Malena. Þá kemur fram í bókinni að þegar Thun­berg hafi jafnað sig og snúið aftur í skólann hafi for­eldrar hennar áttað sig á því að hún var lögð í ein­elti.

„Skólinn sýndi enga sam­úð. Þeirra skilningur á að­stæðunum var annar. Það er Gretu að kenna, finnst skóla­yfir­völdum,“ skrifar móðir hennar. Hún lýsir því hvernig Greta hafi þá verið greind með ein­hverfu og á­ráttu-þrá­hyggju­röskun.

Allt hafi breyst einn daginn í skólanum þegar bekknum hennar var sýnd heimildar­mynd um plast­mengun í suður­hluta Kyrra­hafsins. Á meðan sam­nem­endur hennar hafi farið að velta fyrir sér ferða­lögum kennarans þeirra til New York og Tæ­lands og Víet­nam hafi Thun­berg hugsað um á­hyggjur sínar af um­hverfis­málum.

„Greta getur ekki sætt sig við neitt af því sem hún var að sjá rétt í þessu,“ skrifar móðir hennar. „Hún sá það sem við hin vildum ekki sjá. Það var eins og hún gæti sjálf séð kol­efnis­út­blástur okkar með sínum eigin augum.“

Sumarið 2018 fór Thun­berg svo í sitt fyrsta loft­lags­verk­fall fyrir utan skrif­stofu sænska for­sætis­ráð­herrans. Faðir hennar lýsir því þá að hann hafi reynt að sann­færa hana um að koma heim þegar aðrir að­gerðar­sinnar fóru að flykkjast á verk­föllin, vegna á­hyggja af á­hrifunum á and­legt þrek dóttur sinnar.

Hún neitaði því og hafði tími hennar með fólkinu mikil á­hrif á hana. Á þriðja degi hafi Gretu verið boðið vegan núðlu­réttur. „Hún fékk sér smá bita. Og annan. Enginn kippti sér upp við það. Af hverju ættu þau að gera það?....Greta heldur á­fram að borða. Ekki bara nokkra bita heldur allan réttinn.“