Móðir 16 ára drengsins sem lögreglan hafði afskipti af í annað sinn í bakaríi í Mjódd í morgun vegna leitar að strokufanganum Gabríel Douane Boama, tvítugur karlmaður sem strauk úr haldi lögreglu, segir það ekki líðandi að þjálfaðir lögreglumenn afhjúpi vanþekkingu sína með þessum hætti gagnvart borgurum landsins.

Móðirin segir barnið sitt, Íslendingur sem vill svo til er dökkur á hörund, mjög óttaslegið eftir atburðina og þori ekki að fara af heimili sínu.

,,Ég hvatti hann til að koma með mér út í bakarí í morgun þar sem hann treysti sér ekki til að mæta til vinnu í dag, einmitt til þess að hann reyndi að yfirvinna óttann frá því í gær þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipta af honum í strætisvagni. Og svo gerist þetta aftur í morgun,“ segir móðir hans.

Lögreglan bað drenginn um kennitölu, en þá segist móðir hans hafi gefið lögreglunni upp nafið sitt. Því væri auðvelt að fletta upp og síðan yfirgáfu þau bakaríið. Hún segir að það þurfi augljóslega að skoða verklag lögreglunnar gaumgæfilega og að vitundarvakning í samfélaginu um „racial profiling“ sé nauðsynlegt.

Þetta er stórt samfélagslegt vandamál hér á landi þar sem rasismi lifir því miður góðu lífi. ,,Við verðum að taka á þessu strax“, segir móðir drengsins.

Hún sagði að hún hafði gefið manninum á Teslunni sem mun hafa hringt í lögregluna merki um að þetta væri ekki strokufanginn, en það virðist ekki hafa skipt málið.