Fyr­ir ári síð­an var band­a­rísk­a líf­tækn­i­fyr­ir­tæk­i Mod­ern­a lítt þekkt, rek­ið með tapi og með enga vöru á mark­að­i. Það vann að rann­sókn­um á efn­i­legr­i tækn­i sem var þó al­gjör­leg­a ó­reynd. Nú er öld­in önn­ur og von­ir stand­a til að þess­i efn­i­leg­a tækn­i, mRNA-ból­u­efn­i, gagn­ist við að þróa ból­u­efn­i ekki bara gegn Co­vid-19 held­ur gegn krabb­a­mein­i, HIV, flens­u og Zika-vír­usn­um.

Út­lit er fyr­ir að Mod­ern­a af­hend­i einn millj­arð skammt­a af Co­vid-19 ból­u­efn­i og tekj­ur þess nemi um 19 millj­örð­um doll­ar­a á þess­u ári. Mod­ern­a og Pfiz­er voru fyrst á mark­að með mRNA-ból­u­efn­i sem hafa virk­að vel og skipt sköp­um í bar­átt­unn­i við far­ald­ur­inn.

For­stjór­i Mod­ern­a, Stép­han­e Banc­el, seg­ir í við­tal­i við Blo­om­berg að Co­vid-ból­u­efn­ið sé að­eins byrj­un­in. Hann hef­ur leng­i hald­ið því fram að mRNA-tækn­in virk­i og spá­ir því að hún muni mark­a upp­haf­ið að þró­un nýs iðn­að­ar sem á henn­i bygg­ir. Þá verð­i hægt að með­höndl­a allt frá hjart­a­sjúk­dóm­um til krabb­a­meins til sjald­gæfr­a erfð­a­sjúk­dóm­a með hinn­i nýju tækn­i.

Stép­han­e Banc­el er fransk­ur og for­stjór­i Mod­ern­a síð­an árið 2011.
Fréttablaðið/EPA

Til­raun­ir með lyf í öll­um þess­um flokk­um eru nú í gang­i hjá Mod­ern­a og seg­ir Banch­el að fyr­ir­tæk­ið geti orð­ið leið­and­i í fram­leiðsl­u ból­u­efn­a gegn nýj­um og ný­leg­um vír­us­um á borð við Nip­ah og Zika, auk eldri vír­us­a á borð við HIV.

Ár­leg spraut­a með blönd­u ból­u­efn­a

Á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­a­tug­um hafa greinst meir­a en 50 nýir vír­us­ar sem herj­a á mann­fólk og mark­aðs­leyf­i hef­ur ein­ung­is ver­ið veitt fyr­ir ból­u­efn­um gegn þrem­ur þeirr­a. Banc­el sér þett­a sem tæk­i­fær­i. „Við ætl­um að um­bylt­a ból­u­efn­a­mark­aðn­um,“ seg­ir hann við Blo­om­berg.

Mod­ern­a er nú með í þró­un ból­u­efn­i gegn tíu vír­us­um og þar af eru klín­ísk­ar til­raun­ir hafn­ar í nokkr­um til­fell­um. Þess á með­al eru þrjár mis­mun­and­i gerð­ir end­ur­ból­u­setn­ing­a gegn Co­vid-19, ból­u­efn­i gegn árs­tíð­a­bund­inn­i flens­u sem klín­ísk­ar til­raun­ir hóf­ust með fyrr í mán­uð­in­um og ból­u­efn­i gegn HIV. Til­raun­ir með það hefj­ast að öll­um lík­ind­um síð­ar á ár­in­u.

„Okkar mark­mið er að þú fáir nokk­ur mRNA-ból­u­efn­i í einn­i spraut­u í ap­ó­tek­i eða hjá heim­il­is­lækn­i í ág­úst eða sept­em­ber á hverj­u ári,“ seg­ir Banc­el.

Hæg­ar­a sagt en gert er fyr­ir Mod­ern­a að stand­a við þess­i stór­u orð. Nú eru all­ir ból­u­efn­a­fram­leið­end­ur heims að dæla pen­ing­um í rann­sókn­ir á mRNA og for­skot Mod­ern­a því mög­u­leg­a í hætt­u. Lyfj­a­ris­inn Pfiz­er, í sam­starf­i við Bi­oN­Tech, er helst­i sam­keppn­is­að­il­i Mod­ern­a hvað varð­ar mRNA og ger­ir ráð fyr­ir að fram­leið­a þrjá millj­arð­a skammt­a af Co­vid-19 ból­u­efn­i sínu á ár­in­u.