Bóluefnið Moderna við COVID-19 hefur skipt um nafn, heitir það nú Spikewax.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu. Nýja nafnið var skráð núna í vikunni.

Spikewax bóluefnið er ætlað fólki 18 ára og eldri, og hafa þúsundir Íslendinga fengið bóluefnið. Fyrstu skammtar efnisins komu til landsins 12. janúar á þessu ári og næst verður bólusett með efninu þann 28. júní næstkomandi. Bóluefnið geymist við 15-20 gráður frost á meðan Pfizer bóluefnið geymist í -70 gráðum.

Þess má geta að meðal þeirra sem hafa fengið bóluefnið Spikewax er Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sem var sprautuð með efninu síðastliðinn mánudag.