Söng­konan Mó­eiður Júníus­dóttir prýðir for­síðu helgar­blaðs Frétta­blaðsins en þar segir hún meðal annars frá því hvernig hún tók á­kvörðun um að hætta að syngja fyrir um tveimur ára­tugum en tón­listin kom aftur til hennar fyrir stuttu.

Eftir tuttugu ára þögn kom tón­listin aftur inn í líf Móu fyrir skömmu. „Sonur minn er í hljóm­sveit og tón­listin er því komin fyrir al­vöru inn á heimilið,“ segir Móa sem er farin að semja aftur. „Þetta byrjaði brota­kennt, ég fór að taka upp á símann og syngja inn lag­línur og svo jókst þetta.“

„Ég get ekki lýst þessu en ég átti erfitt með að hlusta á tón­list sem hafði verið líf mitt. Það olli mér dá­litlum sárs­auka. Svo fór þetta að koma aftur og lögin streymdu til mín,“ segir Móa sem á­kvað að hafa sam­band við gamlan kunningja og upp­töku­stjóra og taka upp, ekkert endi­lega til að gefa út.

„En þessi tón­listar­gleði kom aftur og það var svo dá­sam­legt.“

Eigin­maður Móu og börnin þrjú höfðu aldrei heyrt hana syngja nema á upp­tökum en hafa stutt hana í að snúa aftur í tón­listina. Á dögunum kom út á Spoti­fy lagið Pure sem Móa semur og flytur og segist hún þakk­lát fyrir góð við­brögð.

„Enda er það ekkert sjálf­gefið, sér­stak­lega ekki eftir langan tíma. Maður bara kastar þessu út í loftið og sér til. Ég held að það tengist líka svo­lítið aldrinum og því hvar maður er staddur,“ segir Móa. „Maður verður pínu­lítið ung­lingur aftur, maður er búinn að gefa svo mikið í börnin og þegar þau stækka skapast á­kveðið rými,“ segir hún.