Mjöll Matthías­dóttir, ný­kjörinn for­maður Fé­lags grunn­skóla­kennara segist í sam­tali við Frétta­blaðið vera spennt fyrir verk­efninu sem er fram undan en hún var í dag kjörinn for­maður fé­lagsins með 41 prósent at­kvæða.

Mjöll mun sitja sem for­maður í fjögur ár en hún mun taka form­lega við em­bætti þegar ný stjórn í fé­laginu tekur við á aðalfundi sem haldinn verður í haust.

Hún segist ekki finna fyrir ó­einingu innan fé­lagsins en á­sakanir um ein­elti Þor­gerðar Lauf­eyjar Dið­riks­dóttur í garð starfs­manns fé­lagsins hafa verið til um­fjöllunar í kosninga­bar­áttunni. Þor­gerður var sökuð um að hafa beitt niður­lægjandi og nei­kvæðum að­gerðum í sam­skiptum sínum og mis­beitt valdi sínu. Þor­gerður bauð sig aftur fram sem for­maður en hlaut einungis 29,64 prósent at­kvæða.

Kjara­samningar grunn­skóla­kennara renna út í lok mars á næsta ári. Að­spurð að því hvort það sé hörð kjara­bar­átta fram undan segir Mjöll það eiga eftir að koma í ljós. „Það eru margir ó­vissu­þættir í sam­fé­laginu sem spila inn í, en það er há­vær krafa meðal kennara um á­kveðna leið­réttingu í kjöl­far breytingar á líf­eyris­réttindum hjá okkur sem urðu fyrir nokkuð mörgum árum síðan,“ segir hún.

„Þegar það var farið í þá skipu­lags­breytingu þá skrifuðu ríki og sveitar­fé­lög undir yfir­lýsingu um það að leið­rétta launa­mun okkar við al­menna vinnu­markaðinn á næstu tíu árum. Nú er komið á sjöunda ár, þannig að það er að verða stuttur tími til stefnu að fara í þetta verk­efni,“ segir Mjöll.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að Mjöll taki við embætti í maí en hið rétta er að hún gerir það í haust, sem og öll stjórnin. Leiðrétt 8.5.22 klukkan 07:59.