Þor­björg S. Gunn­laugs­dóttir, þing­­kona Við­reisnar, og Lilja D. Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­­mála­ráð­herra, tókust á á þingi í dag en Þor­björg spurði ráð­herrann um á­­kvörðun hennar að á­frýja til Lands­réttar og hvern hún hefði ráð­­fært sig við áður en hún tók á­­kvörðun um að á­frýja. Þá spurði hún einnig á hvaða lög­­fræði­­lega grunni á­­kvörðun Lilju byggi á.

Þor­björg hefur verið mjög gagn­rýnin á málið og lagði inn fyrir­­­spurn fyrr í vikunni um málið.

„Það tók hana reyndar um­­tals­vert lengri tíma að treysta sér í við­tali við fjöl­­miðla um þetta sama mál,“ sagði Þor­björg á þingi í dag og gagn­rýndi hversu fljót Lilja var að taka á­­kvörðun um að á­frýja en lengi að svara fjöl­­miðlum um málið.

Þor­björg sagði að miðað við tíma­rammann geti hún ekki séð að góður tími hafi verið tekinn í þá á­­kvörðun.

„Þetta mál er vissu­­lega jafn­réttis­­mál og þögn Fram­­sóknar­ráð­herranna um þetta mál hefur verið ærandi, senni­­lega ein­mitt vegna þess að þetta er jafn­réttis­­mál, enda er þetta mjög vondur dómur um jafn­réttispólitík Fram­­sóknar­­flokksins. En þessi skipun hún snýst hins vegar líka um hags­muni stjórn­­sýslunnar og hags­muni alls al­­mennings af því að þegar skipað er í störf. Störf sem eru í þeirra þágu. Og dómurinn segir að vissu­­lega hefur ráð­herrann heil­­mikið svig­rúm um á­­kvörðun. Krafan er bara sú að ráð­herra geti rök­stutt gerðir sínar og rök­stuðningur ráð­herrans þótti ekki standast skoðun. Fall­ein­kunn, bæði hjá kæru­­nefnd og aftur fyrir dómi,“ sagði Þor­björg á þingi í dag.

Faglega staðið að

Lilja sagði í svari sínu að fag­­lega hefði verið staðið að öllu ferlinu og sagði að á sínum tíma, þegar úr­­­skurður kæru­­nefndar var ljós, hafi hún leitað sér lög­­fræði­­legar ráð­gjafar vegna þess hve al­var­­legt málið væri.

„…og eitt af því sem kemur fram í þeim lög­­fræði­á­litum sem ég aflaði mér á sínum tíma er það að það þótti ekki vera nægi­­lega vel rök­stutt að ráð­herra hefði mis­munað við­komandi aðila byggt á kyn­­ferði. Og þetta kemur fram í þeim á­litum sem ég aflaði mér á sínum tíma,“ sagði Lilja á þingi í dag.

Lilja spurði Þorbjörgu hvort hún ætti ekki rétt á að nýta sér öll dómsstig réttarríkisins.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Hún sagði að eftir að dómur héraðs­­dóms var ljós hafi hún ráð­­fært sig við settan ríkis­lög­mann og að vel hafi verið farið yfir bæði dóminn og for­­sendur hans.

„Að sjálf­­sögðu var málið undir­­búið á sínum tíma. Það er mjög brýnt og fag­­lega var staðið að öllu,“ sagði Lilja að lokum.

Ráðherra eigi ekki sama rétt

Þor­björg tók aftur til máls og sagði að „ráð­herra sem hefur hlotið dóm fyrir brot gegn jafn­réttis­lögum geti staðið hér í pontu og tala um að fag­­lega hafi verið staðið að málum.“

Hún sagði að dómurinn snerist ein­mitt um það að ekki hefði fag­­lega verið staðið að og að það væri kjarni málsins.

„Ráð­herra lýsir því yfir núna að hún hafi farið gaum­­gæfi­­lega yfir dóminn á þessum ör­fáu klukku­­stundum sem að liðu og haft sam­ráð við settan ríkis­lög­mann. Ég spyr hana þá á því: Var það laga­­legt álit setts ríkis­lög­­manns að það væri efni og á­­stæða til að fara af stað með þetta mál til Lands­réttar,“ spurði Þor­björg.

Hún sagði að þegar ís­­lenska ríkið stendur í mála­­ferlum þurfi það að vera vegna þess að það sé ein­hverra hags­muna að gæta fyrir ís­­lenskan al­­menning en að á­­kvörðun sem byggi á per­­sónu­­legum skoðunum ráð­herra þjóni allt öðrum til­­­gangi.

„…og fyrri um­­­mæli ráð­herrans hér um að hún eigi sama rétt og aðrir ein­staklingar að leita réttar síns eru sér­­stakar, því þessi ein­stak­lingur, ó­­líkt öllum öðrum, getur beitt fyrir sig ís­­lenska ríkinu í mála­­ferlum og þess vegna skiptir að­­dragandi á­­kvörðun að máli og ég minni á það að í lögum um Stjórnar­ráð Ís­lands segir að ráð­herra skuli leita á­lits ráðu­neytis til að tryggja að á­kvarðanir og at­hafnir séu lögum sam­­kvæmt. Það eru hin al­­mennu sjónar­mið í þessu máli,“ sagði Þor­björg að lokum.

Best að leita til færustu sérfræðingana

Lilja svaraði því og í­trekaði orð sín um að fag­­lega hefði verið staðið að öllu ferlinu. Hún gagn­rýni orð Þor­bjargar um að hún ætti ekki að nýta sér öll stig réttar­­ríkisins og spurði hvort hún meinti að þau ættu ekki að fara eftir þeim. Hún sagði að þegar slík mál koma upp þá sé best að leita til færustu sér­­­fræðinganna og að það hafi verið ríkis­lög­­maður í þetta sinn.

„Það kann að vera að hæst­virtur þing­­maður eigi erfitt með að sætta sig við það en þannig var farið í þetta mál. Það var fag­­lega staðið að öllu,“ sagði Lilja að lokum.

Hægt er að horfa á sam­­tal þeirra á þingi á vef Al­þingis.