Sam­kvæmt nýrri könnun Prósents er þjóðin nánast ein­hljóða um að erfitt sé að komast á fast­eigna­markaðinn. Hætt er við því að í­búðir standi auðar og verk­takar lengi fram­kvæmda­tímann.

Yfir­gnæfandi meiri­hluti, 93 prósent, telur erfitt fyrir fyrstu kaup­endur að kaupa íbúð. Þar af telja 71 prósent það mjög erfitt. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents fyrir Frétta­blaðið.

Að­eins 3 prósent telja það auð­velt fyrir fyrstu kaup­endur að komast á fast­eigna­markaðinn og 1 prósent að það sé mjög auð­velt. 4 prósent svöruðu hvorki né.

„Ég heyri það frá fast­eigna­sölum að margar keðjur eru að flosna upp út af fyrstu kaup­endunum,“ segir Kári S. Frið­riks­son, hag­fræðingur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun, sem ný­lega skilaði af sér mánaðar­­skýrslu um hús­næðis­markaðinn. Þar kemur fram að hús­næðis­markaðurinn er að kólna hratt. „Það eru fáir sem standa undir greiðslu­byrði af lánum þegar vextir eru búnir að hækka svona mikið og í­búða­verðið líka,“ segir Kári.

Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá HMS.
Aðsend mynd

Kaup­samningum á höfuð­borgar­svæðinu fækkaði um þriðjung á síðasta ári og hafa ekki verið færri síðan árið 2013. Hlut­fall í­búða sem seljast yfir á­settu verði hefur hríð­lækkað og sölu­tíminn er að lengjast. Í­búða­verð lækkar þriðja mánuðinn í röð.

Kári segir að hlut­fall fyrstu kaup­enda sé einnig að lækka hratt. Það er ekki að­eins að fyrstu kaup­endur fái ekki greiðslu­mat lána­stofnana, heldur standa hin ströngu við­mið Seðla­bankans í vegi fyrir kaupum. Það er, að greiðslu­byrði af 25 ára verð­tryggðu láni megi ekki vera meira en 35 prósent af tekjum, 40 prósent hjá fyrstu kaup­endum. „Jafn­vel þótt fólk standist greiðslu­mat er það að falla á þessari reglu,“ segir Kári.

Í ljósi þess hversu af­dráttar­laus könnunin er, er lítill munur á kynjum, aldurs­hópum, tekju­hópum og bú­setu­hópum. Einnig eftir stjórn­mála­skoðunum. Ör­lítið meiri svart­sýni er hjá í­búum höfuð­borgar­svæðisins en lands­byggðarinnar og hjá tekju­lægri en tekju­hærri. Kjós­endur Vinstri grænna eru einna bjart­sýnastir fyrir hönd fyrstu kaup­enda, en munar þó ekki miklu á þeim og kjós­endum annarra flokka.

Að­spurður um á­hrifin af þessu segir Kári nokkuð víst að ungt fólk þurfi að dvelja lengur í for­eldra­húsum. Fólk sem hefði átt að komast út á markaðinn í ár þurfi jafn­vel að bíða í 2 til 3 ár til við­bótar.

„Það vantar ekki í­búðir til sölu,“ segir Kári, að­spurður um fram­boðið. Nú séu um 1.400 í­búðir í sölu á höfuð­borgar­svæðinu, sem sé þre­földun á einu ári. Litlar í­búðir, innan við 60 fer­metrar, eru að koma í auknum mæli inn á markaðinn, sem sáust varla áður.

„Á meðan á­standið á fast­eigna­markaðinum er svona er hætt við því að í­búðir standi auðar. Einnig að fjár­mögnun nýrra bygginga­fram­kvæmda verði erfiðari,“ segir Kári. Verk­takar gætu farið að lengja í fram­kvæmda­tímanum vegna þess að þeir sjái fram á að fá betra verð seinna og eiga auð­veldara með að selja.

Könnunin var net­könnun og var fram­kvæmd frá 27. janúar til 6. febrúar. Úr­takið var 2.400 ein­staklingar og svar­hlut­fallið 51,4 prósent.