„Það er mjög eðli­legt að al­menningur spyrji spurninga um þetta ferli enda verður fullt gagn­sæi að ríkja um það þegar eigur al­mennings eru seldar. Í þeim til­gangi var Banka­sýsla ríkisins stofnuð á sínum tíma - sjálf­stæð stofnun í arms­lengdar­fjar­lægð frá stjórn­málunum en það er hún sem annast söluna.“

Þetta segir Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra um þá stöðu sem komin er upp í sölunni á Ís­lands­banka 22. mars síðast­liðinn.

„Það var hins vegar á­kvörðun okkar í ríkis­stjórninni að birta yfir­lit yfir kaup­endur sem Banka­sýslan vildi ekki gera - enda fannst okkur sjónar­mið gagn­sæis og al­manna­hags­muna vega mun þyngra en sjónar­mið banka­leyndar í þessu til­felli. Í kjöl­farið höfum við óskað eftir því að Ríkis­endur­skoðun fram­kvæmi út­tekt á út­boðinu til að allt verði uppi á borðum og mat verði lagt á það að lögum hafi verið fylgt og heil­brigðum við­skipta­háttum,“ segir for­sætis­ráð­herra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór þess á leit við Ríkisendurskoðun í dag að stofnunin geri úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Katrín segir það liggja fyrir hver stefna stjórn­valda sé í málinu.

„Það liggur fyrir hver stefna stjórn­valda við sölu á þessum eignar­hlutum ríkisins er og það liggur sömu­leiðis fyrir hver mark­miðin voru sem ná átti með sölunni. Þau voru kynnt opin­ber­lega og rædd sér­stak­lega á Al­þingi. Nú mun ríkis­endur­skoðun fara yfir þessa fram­kvæmd sem er mikil­vægt til að tryggja að þingið og al­menningur allur fái svarað spurningum sínum. Hér er farið með verð­mæti al­mennings og nauð­syn­legt að fram­kvæmdin sé hafin yfir vafa,“ segir hún.

Há­værar gagn­rýnis­raddir hafa verið uppi um söluna eftir að fjár­mála­ráðu­neytið birti lista yfir kaup­endur í út­boði Ís­lands­banka á 22,5 prósenta hlut í bankanum sem fór fram 22. mars.

Á meðal kaup­enda í út­boðinu voru Bene­dikt Sveins­son, faðir fjár­mála­ráð­herra, sem keypti hlut í bankanum fyrir um 54 milljónir auk þess sem Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, keypti hlut fyrir tæpar 300 milljónir.