Innlent

„Mjög vara­samt“ að birta myndir af af­brota­mönnum

Um­boðs­maður barna varar við því að mynd­birtingar á kyn­ferðis­af­brota­mönnum geti haft al­var­legar af­leiðingar fyrir fórnar­lömb.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Gunnar V. Andrésson / GVA

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það mjög varasamt að birta myndir af fólki sem sakað er um kynferðisbrot gegn börnum. Oft sé lítið mál að finna út úr því hver sé brotaþoli, og að það geti fylgt börnum alla ævi.

Persónuvernd birti í gær ábendingu á heimasíðu sinni, þar sem mælst er til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. „Hafa þarf í huga að birting slíkra upplýsinga getur í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir aðra en þá sem upplýsingarnar taka til, svo sem brotaþola,“ segir í ábendingu Persónuverndar.

Líklega er tilefni ábendingarinnar myndbirting sem deilt var á Facebook, af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra.

Salvör segist ekki þekkja til málsins, og vildi ekki tjá sig um það sérstaklega, en að almennt sé það þannig að fólk þurfi að hugsa sig mjög vel um þegar svona er birt, sér í lagi ef málsatvik varða börn. „Við vitum að svona veldur þeim miklum sársauka og getur verið mjög erfitt fyrir þau að rifja upp. Þetta getur sett mikið mark á þeirra líf,“ segir Salvör í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það sérstaklega varasamt þegar fórnarlömb eru tengd gerendum nánum fjölskylduböndum. 

Hún segir að embætti Umboðsmanns barna hafi átt í samtali með dómstólasýslunni um birtingu dóma sem varða börn. „Það er oft hægt að greina hverjir þolendur eru í þessum dómum, jafnvel þó að nöfn séu ekki birt. Þetta getur fylgt fólki lengi og við erum að reyna að koma í veg fyrir að þetta bitni á börnum,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“

Dómsmál

Ákærð fyrir að nauðga dóttur sinni og láta systur hennar horfa á

Innlent

Parið á­kært fyrir nauðgun og að búa til barna­níðs­efni

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing