Mjaldra­systurnar tvær, Litla-Grá og Littla-Hvít, eru væntan­legar til landsins um klukkan tvö í dag. Smá seinkun er á komu þeirra í dag, en þau áttu upp­runa­lega að lenda hér á Kefla­víkur­flug­velli snemma í morgun.

Mjöldrunum verður ekið frá Kefla­víkur­flug­velli til Land­eyja­hafnar þar sem þær verða settar um borð í skip og fluttar til Vest­manna­eyja. Þær verða fyrst um sinn í sótt­kví í stórri laug áður en þær fara á í Klettsvíkina sem verður þeirra griða­staður. Í lauginni verður heilsa þeirra metin eftir ferða­lagið.

Mjaldrasysturnar ferðast alls um 9.223 kílómetra.
Mynd/Beluga Whale Sanctuary

Langt ferðalag

Alls munu mjaldrarnir ferðast um 9.223 kíló­metra á um 30 klukku­stundum. Mjaldrarnir eru geymdir í sér­stökum tönkum á ferða­laginu.

Þegar þær eru komnar til Ís­lands munu þá fær sér­staka þjálfun til að undir­búa þær fyrir nýja heimilið sitt í Kletts­vík. Vatnið við strendur Ís­lands er tals­vert kaldara en vatnið í Sjang­haí og því munu þær smám saman venjast því að vera í kaldara vatni með því að auka fæðu­magn þeirra svo þær geti haldið á sér hita í sjónum.

Hægt er að kynna sér nánar verkefnið og ferðalagið hér á heimasíðu Beluga Whale Sanctuary.