Mjaldra­systurnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít, nálgast Ís­land óð­fluga. Þær munu lenda á Ís­landi eftir um hálftíma um klukkan 13.30. Mjaldrarnir lenda á Kefla­víkur­flug­velli og verða sínar fluttar með bíl og ferju til Vest­manna­eyja í sótt­kví. Eftir um fjórar vikur verður þeim síðan hleypt út í Kletts­vík þar sem búið er að búa þeim griða­stað.

Ekið verður með mjaldranna Suður­­strandar­veginn og verða fram­­kvæmd svo­kölluð öryggis­­stopp fjórum sinnum á leiðinni þar sem bíla­­lestin verður stöðvuð og sér­­­fræðingar fara inn og kíkja á þær Litli Grá og Litlu hvít til að tryggja að í lagi sé með þær. Fyrsta stopp er í Grinda­­vík, annað stopp á Sel­­fossi.

Að sögn Sigur­jóns Inga Sigurðs­sonar, verk­efna­stjóra hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimsen, sem sér um flutninginn á mjöldrunum á Ís­landi, munu þeir fá lög­reglu­fylgd þegar þeir koma að Sel­fossi. Sigur­jón segir að lög­reglan muni fylgja vögnunum í gegnum Sel­foss og að öllum líkindum alla leið að Land­eyjar­höfn.

Mat­væla­stofnun fylgist í dag náið með flutningum mjaldranna tveggja sem lenda á Ís­landi um klukkan 14 í dag. Bæði munu starfs­menn þeirra fylgjast með vel­ferð þeirra og smit­vörnum við flutning þeirra í nýju heim­kynni sín í hvala­frið­lendinu í Vest­manna­eyjum.

Hægt er að fylgjast með ferð vélarinnar á flightradar.