Mjaldra­systurnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít, eru lentar á Ís­landi. Þær verða nú fluttar í sér­út­búnum bílum til Land­eyjar­hafnar þar sem þær munu fara um borð í ferju sem flytur þær til Vest­manna­eyja.

Þar fara þær til að byrja með í sótt­kví í um fjórar vikur og svo fá þær að fara í Kletts­vík, sem mun verða þeirra síðasti griða­staður.

Vegna þess hve vel ferðin gekk og hversu vel mjöldrunum leið um borð var á­kveðið að fara í lág­flug yfir Vest­manna­eyjar áður en vélin lenti í Kefla­vík.

Skjáskot/Flightradar

Skipta um vatn í tönkunum áður en lengra er haldið

„Við þurfum mögu­lega að skipta um meira vatn í tönkunum en gert var ráð fyrir upp­runa­lega, því ferða­lagið tók lengri tíma. Slökkvi­liðið verður okkur innan handar ef þess þarf,“ segir Sigur­jón Ingi Sigurðs­sonar, verk­efna­stjóri hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimsen, sem sér um flutninginn á mjöldrunum til Ís­lands.