Ekki tókst að útnefna nýjan forseta á Ítalíu í kosningu þingsins í fyrstu tilraun en önnur tilraun verður gerð til þess að útnefna næsta forseta landsins á morgun.

Forsætisráðherrann Mario Draghi þykir líklegastur til að taka við af Sergio Mattarella sem lætur af störfum í ár eftir sjö ár í starfi.

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Draghi sé jafnvel tilbúinn til að segja af sér sem forsætisráðherra ef hann verði ekki útnefndur forseti.

Stærstur hluti þeirra 1008 þingmanna sem tóku þátt í kosningunum í dag skiluðu inn auðu og er ósætti milli stjórnarflokkana um hvaða áhrif útnefning Draghi myndi hafa.

Líkt og á Íslandi er hlutverk forseta að stærstum hluta valdalítið samkvæmt lögum en á sama tíma er embætti áhrifamikið þegar ekki tekst að leysa úr deilumálum innan þingsins samkvæmt Reuters.