Heil­brigðis­ráðu­neytið gerði mis­tök í svari sínu við fyrir­spurn um meðal­laun og launa­mun hjúkrunar­fræðinga í byrjun árs. Ráðu­neytið hefur sent frá sér yfir­lýsingu þar sem beðist er vel­virðingar á mis­tökunum. Yfirlýsingin er send í kjölfar gagnrýni frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær.

Tölurnar í svari ráðu­neytisins voru settar fram með launa­tengdum gjöldum og í yfir­lýsingunni segir að slík fram­setning gefi ranga mynd af meðal­heildar­launum hjúkrunar­fræðinga. Við upp­lýsinga­gjöf um laun og kjör séu launa­tengd gjöld al­mennt ekki höfð með.

„Tryggt verður að sam­bæri­leg mis­tök gerist ekki aftur. Ráðu­neytið biðst vel­virðingar á mis­tökunum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Í umræddu svari kom fram að meðallaun hjúkrunarfræðinga væru 688.494 krón­ur, en nýtt svar verður sent Alþingi síðar í dag.