Þórarinn Stefánsson missti ökuskírteinið sitt ofan í kjörkössunum með atkvæði sínu. Þetta er í annað sinn sem það gerist en hann greinir frá þessu á twitter síðu sinni. Hann veltir fyrir sér hvort þetta sé merki um að aldurinn sér farinn að segja til sín.
Ég veit ekki hvort er meira miðaldra, að kjósa fyrir hádegi eða að missa ökuskírteinið niður í kjörkassann með kjörseðlinum. Aftur.
— Thorarinn Stefansson (@thorarinn) May 14, 2022
Samkvæmt tölum um kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík virðist mæting á kjörstað vera betri ár en í kosningunum árið 2018 og 2014. Klukkan þrjú voru rúmlega 26 þúsund manns búin að greiða atkvæði sem talsvert betra en í síðustu kosningum.
Tölur frá Hafnafirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi gefa einnig til kynna betri kjörsókn en í síðustu kosningum. Á Akureyri gefa fyrsta tölur hinsvegar til kynna að kjörsókn fari hægar af stað.Um hádegi höfðu 9,26 prósent á kjörskrá greitt atvkæði, samanborið við 10,02 prósent á sama tíma í kosningunum í fyrra.