Mikill við­búnaður var í vestur­bæ Kópa­vogs eftir að lög­reglu barst til­kynning um skot­hvell og að vopnaður maður væri á göngu um Kárs­nes­braut. Hins vegar kom í ljós að maðurinn var ekki vopnaður og málið á mis­skilningi byggt.

Lög­reglan sagði málið vera mjög al­var­legt og var við­búnaður í sam­ræmi við það. Lög­reglu­menn vopnuðust og var sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra kölluð til eins og venjan er við slíkar að­stæður.

Lög­reglan hand­tók manninn, en það reyndist vera mis­skilningur og reyndist enginn byssu­maður hafa verið á ferð í Kópa­vogi.

Maðurinn og fjöl­skylda hans var að vonum mjög brugðið vegna að­gerða lög­reglu og kallað var eftir á­falla­hjálp til þess að takast á við þetta ó­hugnan­lega at­vik.