Misskilningur varð til þess að börnum Ara Edwald, forstjóra MS, var meinaður aðgangur að landamærahliði fyrir borgara EES, ESB og Sviss sökum aldurs. Ari greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hann væri óánægður með framgöngu starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. Honum var tjáð að eingöngu börn undir 5 ára aldri fengu að fara í gegnum EES hliðið með foreldrum sínum.

Börn Ara eru 7 og 13 ára og var honum gefið til kynna að börnum á aldrinum 5 til 18 ára væri skylt að fara með foreldrum sínum í gegnum hliðin sem ætluð eru fyrir fólk frá löndum utan EES. Ástæða þess er að börn yngri en 18 ára geta ekki notað rafræn landamærahlið samkvæmt reglum.

Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri“ segir Ari Edwald á Facebook síðu sinni.

Ólafur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagðist í samtali við Vísi harma uppákomuna. Hann segir að misskilningur hafi ráðið því að börnum var mismunað eftir aldri. Einnig tekur hann fram að farið verði yfir verkferla hjá starfsmönnum lögreglu og starfsmönnum Isavia.

Heildarfærslu Ara má sjá hér: