Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir að mis­brestur hafi orðið til þess að per­sónu­greinan­legar upp­lýsingar hafi verið sendar úr dag­bók lög­reglu á að­fanga­dags­morgni. Þetta kemur fram í til­kynningu vegna máls Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra sem sótti fjölmenna veislu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Segir í stuttri til­kynningunni að vinnu­reglan sé sú að afmá per­sónu­greinan­legar upp­lýsingar úr dag­bók lög­reglunnar þegar saman­tektir úr henni voru sendar hverju sinni.

Í dag­bók lög­reglunnar sem send var til fjöl­miðla að morgni að­fanga­dags kom fram að „hátt­virtur ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands“ hafi verið meðal gesta í veislu í Ás­mundar­sal sem lög­reglan leysti upp kvöldið áður.

Eftir að til­kynningin barst til fjöl­miðla höfðu blaða­menn sam­band við að­stoðar­menn og ráð­herra í ríkis­stjórninni sem neituðu einn af hverjum öðrum að hafa verið í sam­kvæminu.

Frétta­blaðið hafði heimildir fyrir því að Bjarni hefði verið um­ræddur ráð­herra en hann greindi sjálfur frá því skömmu síðar sama dag í Face­book færslu þar sem hann baðst af­sökunar.

Til­kynning lög­reglu í heild sinni:

Vegna fyrir­spurna fjöl­miðla um tölvu­póst sem þeim barst frá em­bættinu snemma á að­fanga­dag skal þess getið að vinnu­reglan er sú að afmá per­sónu­greinan­legar upp­lýsingar úr dag­bók lög­reglunnar þegar saman­tektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í saman­tektinni, sem var send fjöl­miðlum á að­fanga­dag, fórst það fyrir. Ef mis­brestur verður á framan­sögðu er það á­vallt skoðað til hlítar.