Í gær fór fram minningar­at­höfn í borginni Hull, sem var á­samt Grims­by ein helsta mið­stöð Ís­landsveiða í Bret­landi.

Minnst var 60 sjó­manna á þremur togurum sem fórust þennan dag. Það er Lor­ellu og Roderigo sem fórust árið 1955 og King­ston Peridot sem fórst árið 1968, á svipuðum tíma og annar togari, Ross Cle­veland.

Mun aldrei gleymast

Meðal við­staddra var Lynn Petrini, borgar­stjóri Hull, fyrr­verandi sjó­menn og ættingjar fallinna sjó­manna.

„Þetta mun aldrei gleymast. Þeir gáfu líf sitt til þess að fæða þjóðina og þeirra ætti að vera minnst að ei­lífu,“ sagði við­stödd kona við breska ríkis­út­varpið.

Alls fórust 6.000 sjó­menn frá Hull milli 1835 og 1980, þar af margir við Ís­lands­strendur. Sjó­mennska var á þessum tíma hættu­legra starf en kola­námu­gröftur. Árið 1968 fékk Hull viður­nefnið „hin dapra borg“.