Að minnsta kosti sjö manns létu lífið þegar hluti af kletti hrundi á báta á stöðuvatni í borginni Minas Gerais í suðausturhluta Brasilíu í gær.
BBC greinir frá málinu.
Hrunið átti sér stað um ellefu leytið í gær að staðartíma. Mikil rigning hefur verið á svæðinu sem gerir klettana viðkvæmari fyrir hruni.
Mikill fjöldi varð undir bjarghruninu og er þriggja saknað og yfir þrjátíu manns eru slasaðir. Samkvæmt heimildum BBC virðist að minnsta kosti einn bátur hafa sokkið.
Myndband hefur verið birt af hruni klettsins sem sýnir augnablikið þegar hann losnar og fjöldi manns reynir að hrópa og vara fólk við.
CLIFF COLLAPSE: At least six people were killed, dozens injured and nearly 20 people are missing after a part of a cliff collapsed on tourist boats in Brazil. pic.twitter.com/AQC5mV3Pht
— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 9, 2022