Lög­reglan í suður­afrísku borginni East London segir minnst tuttugu ein­stak­linga hafa fundist látna á skemmti­stað í borginni, dánar­or­sök er ó­ljós en svo virðist sem ein­staklingarnir hafi hnigið niður því engir á­verkar eru sjáan­legir á líkömunum. BBC greinir frá þessu.

Ein­staklingarnir sem létust voru á aldrinum 18 til 20 ára. Krufning á líkum þeirra sem létust munu lík­legast leiða í ljós hver dánar­or­sökin var.

Os­car Mabu­y­a­ne, ríkis­stjóri Ea­stern Cape þar sem East London er stað­sett, vildi ekki gefa upp hver mögu­leg dánar­or­sök væri en hann for­dæmdi ó­hóf­lega drykkju á­fengis.

Tals­maður heil­brigðis­stofnunar Ea­stern Cape sagði að ráðist yrði í krufningar strax, svo dánar­or­sök liggi fyrir sem fyrst.