Lögreglan í suðurafrísku borginni East London segir minnst tuttugu einstaklinga hafa fundist látna á skemmtistað í borginni, dánarorsök er óljós en svo virðist sem einstaklingarnir hafi hnigið niður því engir áverkar eru sjáanlegir á líkömunum. BBC greinir frá þessu.
Einstaklingarnir sem létust voru á aldrinum 18 til 20 ára. Krufning á líkum þeirra sem létust munu líklegast leiða í ljós hver dánarorsökin var.
Oscar Mabuyane, ríkisstjóri Eastern Cape þar sem East London er staðsett, vildi ekki gefa upp hver möguleg dánarorsök væri en hann fordæmdi óhóflega drykkju áfengis.
Talsmaður heilbrigðisstofnunar Eastern Cape sagði að ráðist yrði í krufningar strax, svo dánarorsök liggi fyrir sem fyrst.