Bandaríkin

Minnst níu látnir í eldunum

Gríðarleg eyðilegging á Vesturströnd Bandaríkjanna sökum skógarelda.

Eldarnir hafa skilið eftir sig sviðna jörð um allt fylkið. Fréttablaðið/ Getty

Tveir ógnarstórir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum og hafa þeir orðið minnst níu manns að bana. Hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sitt.

Hinir níu látnu fundust allir í eða í kringum bæinn Paradise, sem er í norðurhluta Kaliforníu. Eldurinn sem gekk þar yfir hefur nánast þurrkað bæinn út, en yfir 6.700 heimili og atvinnuhús hafa brunnið til kaldra kola í bænum. Samkvæmt Eldvarnarskrifstofu Kaliforníu er eldurinn því sá sem mestri eyðileggingu hefur valdið í sögu fylkisins.

800 kílómetrum sunnar geisar annar eldur, í Los Angeles sýslu, og ógnar hann 75.000 heimilum. 200 þúsund manns hefur verið gert að rýma svæðið, þar á meðal fjöldi kvikmynda- og sjónvarpsstjarna sem búa í utan við Los Angeles borg. Meðal fræga fólksins sem hefur þurft að rýma heimili sitt er Kim Kardashian og Kanye West, Cher og Lady Gaga.  

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem nú er staddur í Frakklandi, tjáði sig um eldana á Twitter síðu sinni. Kennir hann skógræktaryfirvöldum um vanrækslu, og hótar að skera niður opinbert fjármagn til yfirvalda sé ekki bætt úr skák.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Þingið mun rannsaka meint afbrot Trumps

Bandaríkin

FBI hóf eigin rannsókn á Trump 2017

Bandaríkin

Vill lýsa yfir neyðarástandi

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing